Fréttir

76 ára og eldri fá rukkun um fasteignagjöldin í pósti
Mánudagur 3. febrúar 2025 kl. 06:36

76 ára og eldri fá rukkun um fasteignagjöldin í pósti

Ef þú ert 76 ára eða eldri þá færðu greiðsluseðla vegna fasteignagjalda í Reykjanesbæ sendan í pósti. Þau sem yngri eru fá kröfur stofnaðar í netbanka. Álagningu fasteignagjalda 2025 er lokið og álagningarseðlar hafa verið sendir til birtingar á island.is.

Nánar má kynna sér gjalddaga á vef Reykjanesbæjar en þar er sérstök athygli vakin á því að geymslubil á iðnaðarlóðum bera sama skatt og atvinnuhúsnæði.