Bilakjarninn
Bilakjarninn

Fréttir

„Þetta gos kom okkur á óvart“ - stærð undir meðalagi
Mynd og myndskeið frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra sem tekin var rétt fyrir hádegi.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 16. júlí 2025 kl. 12:24

„Þetta gos kom okkur á óvart“ - stærð undir meðalagi

„Mér finnst líklegt að þetta eldgos haldi eitthvað áfram svona þó það sé erfitt að segja til um það, hraunið er ekki að skapa hættu en við verðum bara að halda áfram að fylgjast með. Gosið er svona undir meðallagi í stærð,“ sagði Kristín Jónsdóttir frá Veðurstofu Íslands í aukafréttatíma RÚV í hádeginu.

Hraun rennur í austur í átt að Fagradalsfjalli og því er ólíklegt að innviðir séu í hættu. Veðurstofa Íslands segir að stærri sprungan sé um 2,4 km. löng. Þá hafi minni sprunga opnast vestar við Fagradalsfjall og metin um 500 metra löng í könnunarflugi Veðurstofunnar með Landhelgisgæslunni.

Kristín segist erfitt að spá um hve gosið vari lengi.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Gasmengun sé sú vá sem herjar helst á Reykjanesbæ og nágrenni.

„Þetta gos kom okkur á óvart. Gögn bentu ekki til þess að það væri innistæða fyrir gosi. En svona er náttúran, það er ekki alltaf hægt að sjá hlutina fyrir.“

Þessar myndir Hilmars Braga frá því um hádegisbil sýna mengunina sem birgja sýn að gosinu.