Toyota
Toyota

Aðsent

Það skiptir máli fyrir budduna hvar þú býrð
Miðvikudagur 22. júní 2022 kl. 07:48

Það skiptir máli fyrir budduna hvar þú býrð

Samanburður Byggðastofnunar á fasteignamati og fasteignagjöldum árið 2020 leiðir í ljós að lóðarleiga í Reykjanesbæ er áberandi hæst miðað við viðmiðunarsvæðin, 126 þ.kr. sem er 38,7% hærra en í Grundarfirði þar sem næsthæsta lóðarleigan er 91 þ.kr. á ári.

Álagningin að meðaltali í Reykjanesbæ er 1,75 % af lóðarmati. Lægst er lóðarleigan í Kópavogi miðað við krónutölu, tæpar 17 þ.kr. á ári og er því lóðarleigan í Reykjanesbæ rúmlega 600% hærri en lóðarleigan í Kópavogi. Þá má einnig nefna að lóðarleiga í Reykjavík er 0,2%.

Nýsprautun sumardekk
Nýsprautun sumardekk

Ríkið er stór landeigandi í Reykjanesbæ og rukkar 2% lóðarleigu á meðan að sveitarfélagið veitir 25% afslátt af lóðarleigu af því landi sem sveitarfélagið á. Þeir sem borga lóðarleigu til Reykjanesbæjar greiða því 1,5% lóðarleigu. Landeigendur aðrir en ríkið hafa ekki ljáð máls á að lækka leigu á landi á meðan að ríkið er ekki til viðtals um lækkun leigu. 

Stjórnendur Reykjanesbæjar reyndu á sínum tíma að fá ríkið til þess að lækka lóðarleiguna en þau svör sem embættismenn veittu voru á þann veg að vegna þess að íbúðir á Ásbrúarsvæðinu hafi verið seldar mjög ódýrt og þess vegna ætti að ná inn tekjum í gegnum lóðarleigu í staðinn. Það skýtur skökku við að þeir sem hafa keypt á Ásbrúarsvæðinu sitji nú uppi með okurlóðarleigu vegna þess að ríkið seldi eignir sem það fékk gefins á útsöluprís.

Ríkið er nú þegar búið að hirða milljarða vegna sölu eigna á gamla varnarsvæðinu og það verður að gera þá kröfu til ríkisvaldsins að það sýni samfélagslega ábyrgð og gott fordæmi og lækki lóðarleigu. 

Það getur ekki gengið að íbúar í Reykjanesbæ greiði 600% hærri lóðarleigu en íbúar í Kópavogi.

Guðbrandur Einarsson, alþingismaður.