Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Aðsent

Styðjum Halldóru Fríðu í 3.-4. sæti
Þriðjudagur 15. júní 2021 kl. 13:52

Styðjum Halldóru Fríðu í 3.-4. sæti

Í dag hefst utankjörfundaratkvæðagreiðsla í prófkjöri Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi þar sem okkur gefst kostur á að stilla upp sterkum lista fyrir Alþingiskosningarnar í haust. Alls eru átta frambjóðendur sem gefa kost á sér í þau fimm sæti sem kosið verður um. Einn af frambjóðendunum er Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir varabæjarfulltrúi í Reykjanesbæ og formaður velferðarráðs Reykjanesbæjar. Þeir sem þekkja Halldóru Fríðu og hafa unnið með henni í gegnum árin vita að þar fer kona sem er öflug, vinnusöm, glaðlynd og heiðarleg. Hún kemur til dyranna eins og hún er klædd og gefur allt sem hún á í þau verkefni sem henni eru falin. Hún hefur gríðarlega reynslu bæði í mennta- og velferðarmálum og hefur sýnt og sannað í störfum sínum bæði á fræðslusviði Reykjanesbæjar og í trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn að hún nýtir þá víðtæku reynslu okkur öllum til góða.

Ég treysti engum betur til að standa vörð um mína hagsmuni og því styð ég Halldóru Fríðu í 3.-4. sæti og hvet ykkur til að styðja hana líka því ég veit að hún mun vera öflugur fulltrúi okkar Suðurnesjamanna og allra íbúa í Suðurkjördæmi.

Public deli
Public deli

Díana Hilmarsdóttir,
bæjarfulltrúi Framsóknar í Reykjanesbæ.