bygg 1170
bygg 1170

Aðsent

Rotarýdagurinn er 23. febrúar
Mánudagur 17. febrúar 2020 kl. 07:47

Rotarýdagurinn er 23. febrúar

Rótarýhreyfingin var stofnuð 23. janúar 1905. Undanfarna tvo áratugi hafa hreyfingin og rótarýklúbbarnir þann dag kynnt Rótarý og þau verkefni sem Rótarý vinnur að. Nú eru umhverfismál ofarlega á baugi og Rótarýdagurinn tileinkaður þeim.

Rótarýklúbbur Keflavíkur stendur fyrir opnum fundi á Rótarýdaginn 23. febrúar í samvinnu við Fjölbrautaskóla Suðurnesja í húsnæði skólans kl 13:00–15:30.

Fjallað verður um loftslagsbreytingarnar, orsakir, afleiðingar, áhrif á heilsu fólks og hvernig við getum brugðist við.

Frummælandi verður Sævar Helgi Bragason, stjarnvísindamaður og vísindamiðlari, sem mun ræða málin á sinn hátt. Fullyrða má að það verður fróðlegur og skemmtilegur fyrirlestur enda Sævar Helgi þekktur fyrir lifandi og skemmtilega framkomu.

Stutt erindi flytja Konráð Lúðvíksson, forseti Rótarýklúbbs Keflavíkur, Albert Albertsson, hugmyndasmiður hjá HS Orku, Berglind Ásgeirdóttir, garðyrkjufræðingur hjá Reykjanesbæ, Hrönn Ingólfsdóttir, forstöðumaður hjá Isavia og einnig fulltrúi Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Þau munu m.a. greina frá hverju þau eru að vinna að til að bregðast við loftslagsbreytingunum

Að loknum erindum verður gefinn kostur á fyrirspurnum og umræðum svo sem tíminn leyfir.

Heitt kaffi verður á könnunni og meðlæti.

Fundurinn hefst kl. 13:00, er öllum opinn og fólk hvatt til að mæta.