Optical studio
Optical studio

Aðsent

Hlustum á góðar hugmyndir frá íbúum
Þriðjudagur 14. júní 2022 kl. 14:57

Hlustum á góðar hugmyndir frá íbúum

Hlustum á íbúa þegar góðar hugmyndir sem eru í takt við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna koma fram og styðja við íbúalýðræði.

Fyrir kosningar vorum við frambjóðendur allra framboða til bæjarstjórnar boðuð á íbúafund af íbúum og hverfaráði Innri Njarðvíkur. Þar var fjallað um hvað mætti fara betur í skipulagi bæjarins í hverfinu og fengnar upplýsingar um hin ýmsu mál sem brunnu á íbúum hverfisins. Þetta samtal var nauðsynlegt og svo í anda okkar Pírata um að opna stjórnsýsluna hvað varðar að valefla þá valdaminni gagnvart þeim valdameiri með opnu lýðræði þar sem rödd íbúa fær vald og á þá sé hlustað. Þá kem ég að því sem íbúar Innri Njarðvíkur eru gáttaðir yfir og skilja ekki neitt í af hverju bærinn beitir sér gegn Þessu máli.

Bílakjarninn /Nýsprautun
Bílakjarninn /Nýsprautun

Kristján G. og kona hans Margrét H. gerðu stóran matjurtagarð fyrir löngu, steinsnar frá býlinu Njarðvík í Innri-Njarðvík. Umhverfis garðinn var hlaðinn grjótgarður sem átti að halda fénu frá og er nú friðaður af Minjastofnun. Matjurtagarðurinn var það stór og vakti athygli á sínum tíma. Garðurinn er hinum megin við götuna á móts við kirkjuna í Innri-Njarðvík í landi sveitarfélagsins. Í dag er þar rabbabaragarður sem allir mega nýta sér í hófi. Það kom upp sú hugmynd hjá Jóni Gunnari G. Schram sem er einn af afkomendum Kristjáns og Margrétar að fá leyfi til að nýta þessa spildu innan grjótgarðsins en hann er friðaður af Minjastofnun og þurfti Jón Gunnar að fá leyfi frá þeim og svo líka frá Reykjanesbæ.

Hugmynd Jóns á nýtingu garðsins er að setja saman hóp áhugasamra íbúa í hverfinu um garðinn til að nýta hann og sjá um hann. Að bjóða heimilum sem hafa áhuga afnot af garðinum, til að rækta matjurtir í um c.a 20 beðum sem eru í þessum reit. Þarna gætu fjölskyldur með börn og unglinga komið saman að ræktun sem er þroskandi og lærdómsríkt ferli. Ánægjan að vera að vinna í garðinum ásamt öðrum íbúum, kynnast þeim og vera í góðum félagsskap er fjölskylduvænt og ætti að vera í anda stefnu bæjarins í tengslum við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna (ef það er einhver alvara með þá stefnu). Ein stefnan er tengis þessum heimsmarkmiðum er „VELLÍÐAN ÍBÚA“. Aukum lífsgæði og samskipti bæjarbúa og veitum jöfn tækifæri til heilbrigðs lífs og hamingju.“ Svo er önnur sem segir „VISTVÆNT SAMFÉLAG“. Vinnum í átt að sjálfbærni fyrir komandi kynslóðir, hömpum náttúrufegurðinni og gerum bæinn grænan og áhugaverðari.“ Þannig geta íbúar minnkað vistsporið sitt með því að rækta sitt eigið grænmeti í sínu nærumhverfi, í stað þess að hafa það aðflutt um langan veg. Einnig að hampa náttúrufegurðinni sem tjörnin og nærumhverfi hennar býður upp á.

Þetta er líka samfélagslegt verkefni. Með því að gera  umhverfið/túnið með brunninum, nær tjörninni snyrtilegt og jafnvel setja niður blóm þ.e.a.s taka svæðið í fóstur eins og er gert á fleiri stöðum í Reykjanesbæ. Þar sem fólk kemur saman og nýtur samveru við annað fólk hvort sem það er af erlendu bergi brotið eða samlandar í krafti fjölbreytileikans. Þetta allt er gert í sjálfboðavinnu bæjarbúa með uppskeruhátíð að hausti þar sem íbúar hafa kynnst hvort öðru á jákvæðan hátt í gegnum þetta jákvæða ferli.

Gunnar leitaði til Minjastofnunar og fékk hann jákvætt svar um að nýta garðinn þeirra vegna, en ekki má hreyfa við friðuðu grjóthleðslunum umhverfis garðinn en þeim þótti þetta skemmtilegt og óvenjulegt verkefni. Þá leitaði Gunnar til Reykjanesbæjar, þar sem bærinn á landið undir garðinum í dag og svarið frá þeim var: ,,Nei.“ Talið var að gróðurkassarnir í bænum dygðu fyrir ræktun almennings.

Þetta finnst okkur Pírötum ganga á skjön við opið lýðræði og að ekki sé hlustað á það fólk sem býr í nærumhverfinu og þekkir það best. Hvað hefur bærinn að tapa á þessu verkefni sem er algjörlega undir íbúum sjálfum komið og ætti jafnvel að vera í bæjarins hag að fólk vilji fegra sitt nærumhverfi og það í sjálfboðavinnu. Lögð var fram hugmynd á síðasta ári, að gera nágrennið við garðinn að útivistarsvæði með bekkjum, blómabeðum og runnum með útsýni yfir tjörnina en því var hafnað af bæjaryfirvöldum. Því ætti bærinn ekki að taka sénsinn á þessu verkefni sem íbúar Innri Njarðvíkur bjóða upp á og sjá hvort þetta sé eitthvað sem gæti verið hagur allra, íbúa og Reykjanesbæjar.

Íbúar í Reykjanesbæ eru félagsmenn / hluthafar í sveitarfélaginu og eiga því rétt á að á þá sé hlustað og koma að vilja þeirra til að betrumbæta og nýta sér sitt nærumhverfi á vistvænan og jákvæðan hátt. Ekki bara korter fyrir kosningar heldur einnig eftir kosningar og allt kjörtímabilið sem þessi bæjarstjórn er við völd.

 

Höfundur: Margrét S. Þórólfsdóttir sem skipaði 2. Sæti Pírata og óháðra í kosningunum 2022