Optical Studio - 7. júlí
Optical Studio - 7. júlí

Viðskipti

Verðbólguaðgerðir Samkaupa skila sér best til viðskiptavina
Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa
Fimmtudagur 29. september 2022 kl. 11:50

Verðbólguaðgerðir Samkaupa skila sér best til viðskiptavina

– samkvæmt könnun ASÍ

Samkvæmt nýjustu verðkönnun ASÍ sem birt var í gær, eru Samkaup eina matvörufyrirtækið sem sýnir raunverulega lækkun á vörukörfu viðskiptavina, en umrædd vörukarfa lækkar í öllum verslunum Samkaupa.  

Fyrr í haust tilkynntu Samkaup lækkun á vöruverði á yfir 400 vörunúmerum með það fyrir augum að bregðast við áhrifum verðbólgu á dagleg innkaup landsmanna. Í könnun ASÍ kemur fram að mest hafi verð lækkað í Krambúðinni, um 3,9%, 2,6% í Kjörbúðinni, 2,2 % í Nettó og 1,5% í Iceland.  

„Könnun ASÍ undirstrikar vel að þær verðbólguaðgerðir sem við gripum til í haust eru sannarlega að skila sér til viðskiptavina okkar. Frá því að átak Samkaupa hófst, hefur sala á okkar eigin vörumerkjum, sem lækkuðu mest, aukist talsvert. Sala á Änglamark hefur aukist um 28-75% og á lágvörumerkinu X-tra um 5%. Jafnframt hafa afslættir til viðskiptavina fjórfaldast af fyrrnefnda merkinu og tvöfaldast af því seinna sem sýnir okkur að neysluhegðun hefur líka breyst á tímabilinu. Við sjáum jákvæð teikn á lofti, ákveðnar hrávörur eru farnar að lækka á heimsmarkaði og við munum halda áfram að vera á tánum gagnvart því og vonumst til að birgjar og hið opinbera geri það sömuleiðis,” segir Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa. 

Optical Studio - 7. júlí
Optical Studio - 7. júlí

Meðal þeirra vara sem lækkaðu mest í verslunum Samkaupa voru mjólkurvörur, ostar, egg og hreinlætisvörur. Þá lækkaði verð á kjötvöru sömuleiðis í verslunum Samkaupa, mest í Nettó þar sem lækkunin nemur 8%. 

Samkaup lækkuðu sem fyrr segir verð á yfir 400 vörunúmerum í byrjun september og munu þær lækkanir haldast óbreyttar að minnsta kosti fram til áramóta. 

Samkaup reka yfir sextíu verslanir sem staðsettar eru víðsvegar um landið undir vörumerkjunum Nettó, Krambúðin, Kjörbúðin og Iceland. Auk þess að halda úti Samkaups-appinu, sem er eitt stærsta vildarkerfi á landinu og veitir fastan 2% afslátt í formi inneignar af öllum innkaupum og aðgang að spennandi tilboðum alla daga.