Viðskipti

Prótín kleinuhringir og vítamínhlaupbangsar fyrir fullorðna slá í gegn
Mánudagur 31. janúar 2022 kl. 10:12

Prótín kleinuhringir og vítamínhlaupbangsar fyrir fullorðna slá í gegn

Óþarfi að fórna bragðinu fyrir hollari valkosti. Heilsu- og lífsstílsdagar Nettó settir ellefta árið í röð í liðinni viku. Fjölbreytt flóra heilsuvara í takt við kröfur viðskiptavina.

Heilsu - og lífsstílsdagar Nettó hafa fyrir löngu stimplað sig inn hérlendis og er óhætt að segja að Nettó séu frumkvöðlar í heilsudögum hérlendis. Er þetta ellefta árið í röð sem heilsudagar eru á dagskrá hjá Nettó, en þeir fóru af stað í lok vikunnar og standa til og með 6.febrúar næstkomandi.

Þau Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir markaðsstjóri Samkaupa og Hallur Geir Hallsson, rekstrarstjóri Nettó eru fyrir löngu byrjuð að skipuleggja þessa sannkölluðu stórhátíð heilsuáhugafólks. Ingibjörg hefur haft umsjón með ritstýringu Heilsublaðs Nettó sem er nánast orðinn skyldulestur á mörgum heimilum og sjaldan verið glæsilegra. Heilsublaðið er bæði aðgengilegt í prentúgáfu og á rafrænu formati og dreift á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Sjá link á blað : Heilsu- og lífsstílsdagar Nettó janúar 2022 by Nettó - Issuu.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Hallur sér um að þjónusta viðskiptavini og standsetja verslanir svo heilsuvörur séu í forgrunni og riggar upp ofurtilboðum dagsins, sem koma ný hvern einasta dag meðan heilsudagar standa yfir svo fátt eitt sé nefnt. Það er að mörgu að huga enda einn annasamasti tími ársins í verslunum Nettó um allt land.

„Við höfum lagt mikinn metnað í að búa til ákveðna stemningu í kringum heilsudaganna okkar og hún kristallast vel í heilsublaðinu þar sem við fáum gríðarlega fjölbreyttan hóp heilsuþenkjandi fólks til að deila með okkur góðum ráðum, hugmyndum og uppskriftum. Heilsublaðið okkar hefur heldur betur vaxið og er orðið ígildi tímarits í dag og við erum gífurlega stolt af því,” segir Ingibjörg. „ Í blaðinu má finna áhugaverð viðtöl við Dr. Erlu Björnsdóttur um mikilvægi svefns, Thelmu Matthíasdóttur um hvað heilbrigð hugsun gerir fyrir heilsuna og Elísabetu Reynisdóttur um hormónastarfsemina auk þess sem Birgitta Líf gefur góð ráð varðandi hvernig best er að næra kroppa sem eru duglegir að æfa. Svo er blaðið auðvitað pakkfullt af dúndur tilboðum, ” bætir hún við. Heilsublaðið endurspeglar vel allt það fjölbreytta og flott úrval sem er fáanleg í verslunum Nettó af heilsu- og lífsstílsvörum allt árið um kring.

Hallur segir stemninguna í verslunum Nettó alltaf einstaklega góða í kringum heilsudaga, það sé hugur í fólki. „Við erum alltaf að bæta við okkur í úrvali á heilsuvörum og erum komin með framúrskarandi úrval vítamína og bætiefna sem eru einmitt á sérstöku heilsudagaverði alla dagana. Þá höfum við verið að leggja mikla áherslu á að víkka hugtakið heilsa aðeins og höfum þar af leiðandi tekið inn fjölbreytta valkosti þegar kemur að umhverfisvænum og lífrænum hreinsivörum. Við erum stolt af að vera með eitt albesta úrval landsins á lífrænu grænmeti, vegan valkostum, ketó og sykurlausum vörum. Við reynum að elta trendin eins hratt og við getum og hlustum vel á okkar viðskiptavini sem vita hvað þeir syngja í þessum efnum. Fólk á að geta gengið að því vísu að það fái það sem það vantar í heilsuvörudeildinni okkar,” segir Hallur og bendir á að meðal þess sem þykir einstaklega spennandi ár séu fullorðins vítamínhlaupbangsarnir, prótín kleinuhringirnir og þá sé sykur-og saltlausa tómatsósan frá Heintz ansi líkleg til vinsælda. Hnetu-og möndlustykkin séu alltaf vinsæl, Kombucha drykkirnir, hvers kyns sykurlausir ísar og prótín snakk sé sömuleiðis alltaf mikið tekið yfir heilsudaganna. „Það er því óþarfi að örvænta og halda að skipta þurfi út góðu bragði fyrir hollari valkost, ekki vantar framboðið af spennandi möguleikum og heilsudagarnir eru fullkominn tími til að prófa sig áfram, bæði hvað varðar framboð og ekki síður vegna afsláttanna,” segir hann og bendir á að heilsuvörudeildin teygi sig ekki síður yfir í Samkaupa appið, en nú gefst notendur í fyrsta skipti kostur á að fá Ofurtilboðsafsláttinn inn í appið. Þá er netverslun Nettó ekki síður komin í heilsugírinn en þau Hallur og Ingibjörg hvetja fólk sérstaklega til að nýta sér tækifærið og kíkja í innkaupakörfur vel valinna heilsu- og hreystis snillinga, en fólk eins og Beggi Ólafs, Indíana Jóhannsdóttir og RVK Ritual tvíeykið hafa þar búið til sínar eigin heilsukörfur í tilefni daganna og er nokkuð víst að þar sé allt á hreinu.

Heilsu-og lífsstílsdagar fara fram í öllum Nettó verslunum um land allt og standa yfir dagana 26.janúar - 6.febrúar.

(Tilkynning frá Fjölmiðlavakt Samkaupa).