Viðskipti

HS Veitur hf fá ISO 9001 vottun
Föstudagur 1. mars 2019 kl. 09:34

HS Veitur hf fá ISO 9001 vottun

HS Veitur hafa hlotið vottun á gæðastjórnunarkerfi sínu samkvæmt ISO 9001:2015. BSI sá um að framkvæma vottunina en þeir eru leiðandi aðili í vottun á stjórnkerfum samkvæmt alþjóðlegum stöðlum. ISO 9001 vottunin er uppskera mikillar og samstilltrar vinnu starfsfólks fyrirtækisins.
 
Vottunin tryggir að unnið sé eftir verkferlum sem ná til allra þátta í starfsemi fyrirtækisins þar sem stöðugar umbætur og eftirfylgni eiga sér stað.
 
HS Veitur starfa á fjórum svæðum og reka jafn margar starfsstöðvar. Á Suðurnesjum sér fyrirtækið um sölu og dreifingu á heitu og köldu vatni og dreifingu raforku. Í Hafnarfirði og hluta af Garðabæ sér fyrirtækið um dreifingu raforku. Í Árborg sér fyrirtækið um dreifingu raforku. Í Vestmannaeyjum sér fyrirtækið um sölu og dreifingu á heitu og köldu vatni og dreifingu raforku. Hjá fyrirtækinu starfa tæplega 100 starfsmenn.
 
Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs