Viðskipti

Bláa Lónið gefur sumargjöf
Mánudagur 15. júní 2020 kl. 08:24

Bláa Lónið gefur sumargjöf

Bláa Lónið opnar aftur og býður gesti velkomna frá og með 19. júní næstkomandi og gefur í tilefni þess öllum einstaklingum, 14 ára og eldri, 5.000 kr. inneign upp í Premium aðgang Bláa Lónsins. Hægt er að nálgast inneignina og allar upplýsingar á vefsíðu Bláa Lónsins en nýta má inneignina til og með 31. ágúst 2020.


Með Premium aðgangi njóta gestir Bláa Lónsins alls þess besta sem lónið hefur upp á að bjóða og fá meðal annars:

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Aðgang í Bláa Lónið.
Kísil- og þörungamaska ásamt hraunskrúbb á Maskabarnum.
Afnot af handklæði, baðsloppi og inniskóm.
Drykk að eigin vali á Lónsbarnum.
Drykk með matseðli á Lava, veitingastað Bláa Lónsins.

Frítt er fyrir börn 13 ára og yngri. Gestir 15 ára og yngri þurfa að mæta í fylgd með fullorðnum.

Bláa Lónið verður opið alla virka daga í sumar frá kl. 12-22 og um helgar frá kl. 10-22. Vetrarkorthafar Bláa Lónsins fá kort sín framlengd út ágúst 2020.

Á vefsíðu Bláa Lónsins er nú einnig að finna sérkjör fyrir sumarið á Silica og Retreat hótelunum. Með þeim er verið að höfða til innlenda markhópsins sérstaklega með það að markmiði að kynna einstakt vöruframboð félagsins.

„Við hlökkum til að bjóða gesti velkomna á ný. Bláa Lónið hefur verið lokað síðastliðna þrjá mánuði og hefur tíminn verið nýttur til að sinna viðhaldi og öðrum innviðaverkefnum. Við erum því vel í stakk búin að taka á móti þeim gestum sem til okkar koma í sumar og vonum auðvitað að sem flestir Íslendingar heimsæki Bláa Lónið og geri sér glaðan dag. Bláa Lónið er eitt af 25 undrum veraldar og einstakt upplifunar- og þjónustufyrirtæki hér á landi. Með þessum sérkjörum og sumargjöfinni erum við að stíga okkar fyrstu skref af mörgum í viðspyrnu ferðaþjónustunnar á Íslandi,“ segir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins, í tilkynningu.