Mannlíf

Upp á palli, inni í tjaldi
Jón Benediktsson eða Nonni Ben eins og hann er oftast kallaður
Fimmtudagur 28. júlí 2022 kl. 14:00

Upp á palli, inni í tjaldi

Víkurfréttir fóru á stúfana og spurðu fólk af Suðurnesjum hvað það ætlar að gera um verslunarmannahelgina. Jón Benediktsson, betur þekktur sem Nonni, ætlar að eyða helginni í Kjósinni og borða góðan mat. Hann segir bestu minninguna sína frá verslunarmannahelgi vera þegar hann ásamt vinum sínum fóru á útihátíð á Galtalæk. 
Hvað ætlar þú að gera um verslunarmannahelgina?

Ætla að eyða minni verslunarmannahelgi í Kjósinni og fara í nýju sjóböðin hjá Skúla Mog.

Hvað finnst þér mikilvægast að taka með þér inn í helgina?

Njóta hennar borða góðan mat og jafnvel að taka eins og einn Lax í vatninu mínu.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024
Hver er besta minningin þín frá verslunarmannahelgi?

Besta minningin mín er þegar að við vinirnir fórum á okkar fyrstu útihátíð austur í Galtalæk þar sem Greifarnir voru á hátindi síns ferils um 1990 ógleymanlegt (upp á palli inni í tjaldi), hver man ekki.