Karlakórinn
Karlakórinn

Mannlíf

Ungmenni vikunnar: Vill eignast bíl og fleiri vini
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 9. desember 2023 kl. 10:57

Ungmenni vikunnar: Vill eignast bíl og fleiri vini

Ungmenni vikunnar:
Nafn: Heiðar Sær Sveinsson.
Aldur: 15 ára.
Bekkur og skóli: 9. bekkur Stóru-Vogaskóla.
Áhugamál: Ræktin, náttúrufræði og tölvuleikir.

Heiðar Sær hefur mest gaman af náttúrufræði og íþróttum. Hann væri til í að geta látið sig hverfa og birtast annarsstaðar. Heiðar býr í Vogum og er ungmenni vikunnar.

Hvert er skemmtilegasta fagið? Náttúrufræði eða íþróttir.

Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Örlygur, alltaf stuð í kringum hann og allir þekkja hann.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Skemmtilegasta saga úr skólanum: ___

Hver er fyndnastur í skólanum? (Ég auðvitað) og Örlygur, hann er ekki hræddur við neitt.

Hvert er uppáhaldslagið þitt? Pirates on a Boat.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Purusteik.

Hver er uppáhaldsbíómyndin þín? Pacific Rim, eitt ekki tvö.

Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju og hvers vegna? Swiss Army hníf, flösku og mjög góðan kveikjara.

Hver er þinn helsti kostur? Vinátta mín.

Ef þú gætir valið þér einn ofurkraft til að vera með restina af ævinni, hvað myndir þú velja? Teleportation (hverfa og birtast annarsstaðar).

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Þeir sem hjálpa þér ef þú þarft.

Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla? Eignast bíl og fleiri vini.

Stundar þú íþróttir eða aðrar tómstundir (hvaða)? Fer í ræktina.

Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? Algerbró.