Mannlíf

Ungmenni vikunnar: Vildi geta flogið
Mánudagur 20. febrúar 2023 kl. 07:55

Ungmenni vikunnar: Vildi geta flogið

Ungmenni vikunnar:

Nafn: Emilía Karen Ágústsdóttir
Aldur:  13 ára
Skóli:  Akurskóli
Bekkur: 8. bekkur
Áhugamál: Fótbolti og unglingaráð Fjörheima


Emilía Karen Ágústsdóttir er 13 ára gömul fótboltastelpa frá Njarðvík. Hún er ábyrgð, hress og dugleg og dreymir hana um að verða fótboltastjarna í framtíðinni. Emilía er ungmenni vikunnar.

Hvert er skemmtilegasta fagið? Íþróttir og skólahreysti.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Júlía Sól verður örugglega fræg leikkona því hún er svo góð í leiklist.

Skemmtilegasta saga úr skólanum: Mér dettur engin sérstök í hug.

Hver er fyndnastur í skólanum? Jóhann Guðni.

Hvert er uppáhaldslagið þitt? Fair trade (Drake og Travis Scott).

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Kjúklingasalat.

Hver er uppáhalds bíómyndin þín? Avatar.

Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju og hvers vegna? Símann minn svo mér leiðist ekki, mat svo ég verði ekki svöng og kodda til að sofa á.

Hver er þinn helsti kostur? Ég er ábyrg, hress og dugleg.

Ef þú gætir valið þér einn ofurkraft til að vera með restina af ævinni, hvað myndir þú velja? Ég væri til í að geta flogið.

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Húmor og heiðarleiki.

Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla? Fara í FS, líklega á íþróttabraut og halda áfram að spila fótbolta.

Ef þú ættir að lýsa sjálfri þér í einu orði hvaða orð væri það? Ákveðin ;)