Ungmenni vikunnar: Telur sig vera góðhjartaða
UNGMENNI VIKUNNAR
Nafn: Kristjana Ása Lárusdóttir
Aldur: 15 ára
Bekkur og skóli: 10 bekk Njarðvíkurskóla
Áhugamál: Körfubolti
Hvert er skemmtilegasta fagið? Mitt uppáhaldsfag er stærðfræði eða enska því að mér gengur vel í þeim fögum.
Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Kacper sem heimsfrægur flugmaður.
Skemmtilegasta saga úr skólanum: Þegar við þurftum að labba upp fjall á Úlfljótsvatni í appelsínugulri viðvörun.
Hver er fyndnastur í skólanum? Freydís Ósk, mér finnst hún mjög fyndin því að við erum með líkan húmor.
Hvert er uppáhaldslagið þitt? The Greatest með Billie Eilish, annars get ég hlustað á allt nema country tónlist.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Hamborgarhryggur, hann minnir mig svo mikið á jólin.
Hver er uppáhaldsbíómyndin þín? The Hunger Games eða The Notebook. Báðar mjög góðar en ólíkar.
Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju og hvers vegna? Flugvél, Kacper til að stýra flugvélinni og bensín fyrir flugvélina.
Hver er þinn helsti kostur? Ég tel mig vera bjartsýna.
Ef þú gætir valið þér einn ofurkraft til að vera með restina af ævinni, hvað myndir þú velja? Að geta teleportað þannig að ég get farið hvert sem ég vil hvenær sem ég vil.
Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Mér finnst besti eiginleiki sem fólk getur haft vera traust, góður húmor og jákvæðni.
Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla? Að fara í náttúrufræðibraut í framhaldsskóla í Reykjavík.
Stundar þú íþróttir eða aðrar tómstundir? Já, ég æfi körfubolta með 10. flokki Njarðvíkur og finnst það mjög gaman.
Ef þú ættir að lýsa sjálfri þér í einu orði, hvaða orð væri það? Persónulega tel ég mig vera góðhjarta.