Mannlíf

Ungmenni vikunnar: Skrítin (á góðan hátt)
Laugardagur 18. mars 2023 kl. 09:54

Ungmenni vikunnar: Skrítin (á góðan hátt)

Nafn: Sara Björk Logadóttir.
Aldur: 15
Skóli: Njarðvíkurskóli
Bekkur: 9. bekkur
Áhugamál: Körfubolti

Sara Björk er fimmtán ára gömul og er í Njarðvíkurskóla. Sara er jákvæð, frábær og hún er harður Njarðvíkingur sem dreymir um að spila körfubolta í háskóla í Bandaríkjunum. Sara er ungmenni vikunnar.

Hvert er skemmtilegasta fagið?

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Heimilisfræði.

Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna?

Logi, bróðir minn, því hann mun örugglega komast í NBA.

Skemmtilegasta saga úr skólanum:

Þegar minn bekkur var valinn íþróttabekkur skólans.

Hver er fyndnastur/ust í skólanum?

Yasmin Petra.

Hvert er uppáhaldslagið þitt?

Bitch better have my money með Rihanna.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Sushi.

Hver er uppáhaldsbíómyndin þín?

Örugglega Harry Potter.

Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju og hvers vegna?

Símann minn, mat og vatn.

Hver er þinn helsti kostur?

Ég er skrítin (á góðan hátt).

Ef þú gætir valið þér einn ofurkraft til að vera með restina af ævinni, hvað myndir þú velja?

Að geta tímaflakkað.

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks?

Þegar fólk er gott í samskiptum.

Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla?

Mig langar að komast langt í körfunni og fara í skóla í Bandaríkjunum.

Ef þú ættir að lýsa sjálfri þér í einu orði hvaða orð væri það?

Frábær.