Rúmfatalagerinn
Rúmfatalagerinn

Mannlíf

Tónlistarskóli Grindavíkur 50 ára
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
þriðjudaginn 8. nóvember 2022 kl. 16:21

Tónlistarskóli Grindavíkur 50 ára

Er tónlistarnám áhugamál, tómstund eða menntun?

Tónlistarskóli Grindavíkur fagnaði 50 ára afmæli sínu á dögunum í húsakynnum skólans og var margt um manninn og mikið um dýrðir.

Gestir gátu skoðað húsakynnin og þau fjölmörgu hljóðfæri sem nemendum gefst kostur á að læra á. Skólastjórinn Inga Þórðardóttir hélt afmælisræðu en í henni fór hún vel yfir sögu skólans og starfsemi auk þess sem hún kom inn á mjög fróðlega punkta varðandi gagnsemi tónlistarnáms fyrir börn. Hér er hægt að lesa þessa punkta.

Þegar Inga hafði lokið ræðu sinni var boðið upp á veitingar sem gestir gæddu sér á, á meðan nemendur létu ljós sitt skína í tónlistarflutningi og stigu margir á stokk allt þar til afmælisveislunni lauk.

Inga Björk Runólfsdóttir, núverandi kennari og einn af fyrstu nemendum tónlistarskólans, og Eyjólfur Ólafsson sem var fyrsti skólastjórinn.