RVK Asian
RVK Asian

Mannlíf

Tindersticks í Hljómahöll
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
miðvikudaginn 25. september 2019 kl. 09:10

Tindersticks í Hljómahöll

Það verður að teljast sannkallaður hvalreki fyrir tónlistarunnendur á Íslandi að Tindersticks séu á leiðinni til landsins. Hljómsveitin spilar í Hljómahöll föstudaginn 7. febrúar nk.

Tindersticks hafa frá stofnun 1992 verið ein áhrifamesta hljómsveit sinnar tegundar í heiminum. Hún hefur gefið út 10 hljómplötur og kemur sú 11. „No Treasure but Hope“ út nú í nóvember. Af því tilefni hefur hljómsveitin blásið til tónleikaferðar um Evrópu eftir áramótin. Það er einkar gleðilegt að sveitin snúi nú aftur til Íslands en hún hélt eftirminnilega tónleika á Nasa fyrir 11 árum. Það væri of langt mál að nefna allar hljómplötur Tindersticks en ekki verður hjá því komist að nefna: Tindersticks, Tindersticks (II), Curtains og Simple Pleasure sem allar eru algjörar perlur og fyrir löngu orðnar klassískar. Nýjasta smáskífan The Amputees lofar góðu og gefur góð fyrirheit um nýju plötuna. Tindersticks þykir frábær á tónleikum eins og sannaðist á Nasa fyrir 11 árum.

Miðasala á tónleikana hefst föstudaginn 27. september kl. 11 á tix.is. Miðaverði er stillt í hóf og er 6.900 kr. í stæði og 7.900 kr. í sæti á svölum. Athugið að takmarkað magn miða er í boði á tónleikana.