Rúmfatalagerinn
Rúmfatalagerinn

Mannlíf

Þrástef í Stapa
Frá djasstónleikum í tónleikaröðinni Þrástef. VF-myndir: JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
sunnudaginn 25. september 2022 kl. 11:35

Þrástef í Stapa

Fjöldi gesta mætti á aðra tónleika í tónleikaröðinni Þrástef þar sem kennurum Tónlistarskóla Reykjanesbæjar gefst færi á að koma fram og jafnframt fá tónlistarnemendum tækifæri til þess að sjá og heyra kennara sína sem tónlistarflytjendur.

Á tónleikunum léku þeir Albert Sölvi Óskarsson (saxófónn), Birgir Steinn Theodórsson (kontrabassi), Jón Ómar Árnason (rafgítar) og Þorvaldur Halldórsson (trommur) fjölbreytta djassslagara og fóru þeir um víðan völl djasstónlistarinnar við góðar undirtektir þeirra sem á hlýddu.

Jóhanna Kristín Kristinsdóttir, annar skipuleggjandi tónleikaraðarinnar, býður gesti velkomna á tónleikana.

Eftir tónleikana voru þær Jóhanna María Kristinsdóttir og Þórunn Harðardóttir, skipuleggjendur tónleikaraðarinnar, hæstánægðar með móttökurnar og sögðu:

„Við erum mjög þakklátar fyrir stuðninginn sem við höfum hlotið frá Reykjanesbæ til þess að koma þessu verkefni af stað og hversu vel því hefur verið tekið af tónleikagestum. Við hlökkum til að halda áfram og vonandi heldur verkefnið áfram að stækka og vekja athygli á því hversu miklum mannauð og hæfileika Tónlistarskóli Reykjanesbæjar býr yfir.“


Myndskeið frá tónleikunum má sjá í spilaranum hér að neðan og fleiri myndir eru í myndasafni neðst á síðunni.

Þrástef í Stapa | September 2022