Sönguganga og fjölskyldubingó á Vitadögum
Það varður fjölbreytt dagskrá á Vitadögum í Suðurnesjabæ í dag, fimmtudag. Hátíðin nær svo hámarki á laugardag.
Fimmtudagur 28.ágúst:
13:00 - 16:00 Opið hús í Auðarstofu, Heiðartúni 2
Kaffi og veitingar. Nemendur úr tónlistarskólanum í Garði taka nokkur lög.
16:15: Fjölskyldubingó
Í Samkomuhúsinu í Sandgerði í umsjón barna- og unglingaráðs Reynis/Víðis. Pizzusala og sjoppa á staðnum. Bingóspjald: 1.000 kr.
17:30 Söguganga í Sandgerði
Söguganga Merkra manna um merkingu eldri húsa í Suðurnesjabæ. Gengið um Sandgerði. Ný hús hafa bæst við frá því í fyrra. Mæting við Sandgerðiskirkju (Safnaðarheimilið)
17:00 Veitingasala og skemmtun í tjaldinu við Brons völlinn.
Brons keppni fyrir allan aldur, skráning á staðnum og verðlaunaafhending í hálfleik.
18:00 Reynir S – Augnablik á Brons vellinum
Frítt inn í boði Sparra ehf.
20:30 Partýbingó
Í Samkomuhúsinu í Sandgerði í umsjón barna- og unglingaráðs Reynis/Víðis. Bingóstjóri: Birna Rún Eiríksdóttir. Veitingasala á staðnum. 18 ára aldurstakmark. Bingóspjald: 1.000 kr.
Aðrir viðburðir:
Þekkingarsetur Suðurnesja
Opið mán-fös frá 10:00-16:00 og lau-sun frá 13:00-17:00. Frítt inn yfir helgina.
Sýningar: Fróðleiksfúsi (á íslensku og ensku), Heimskautin heilla, Huldir heimar hafsins-Þangálfarnir.
Byggðasafnið á Garðskaga
Opið hús alla daga frá kl. 10:00 - 17:00