Mannlíf

Tugir kvenna í sjósundi
Frá sjósundinu í gærkvöldi.
Miðvikudagur 27. ágúst 2025 kl. 09:52

Tugir kvenna í sjósundi

Það voru tugir kvenna sem lögðust til sunds úti fyrir Sandgerði í gærkvöldi en sjósund var einn af dagskrárliðum Vitadaga, bæjarhátíðar í Suðurnesjabæ. Þá voru einnig smíðaðir sandkastalar á Garðskaga og hlaupið á milli vita.

Í dag er fjölbreytt dagskrá:

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl

Vitadagar - Dagskrá miðvikudaginn 27. ágúst

13:00-16:00 Opið hús í Auðarstofu, Heiðartún 2

  • Kaffi og veitingar. Nemendur úr Tónlistarskólanum í Garði taka nokkur lög.

13:00-15:00 Opið hús í dagdvöl aldraðra, Garðbaut 85

  • Nafna samkeppni, kynning á starfseminni og vöfflukaffi

17:30 Söguganga í Garði

  • Söguganga Merkra manna um merkingu gamalla húsa í Suðurnesjabæ. Gengið um Garð. Ný hús hafa bæst við frá því í fyrra. Mæting við Braggann, Skagabraut 17

18:00-20:00 Hverfagrill

  • Við hvetjum íbúa í öllum hverfum Suðurnesjabæjar til að koma saman, grilla og njóta - þar sem þið skipuleggið ykkar eigin grillveislu í götu, garði eða opnu rými í hverfinu.

20:00 Pottakvöld karla í sundlauginni í Garði

  • Lalli töframaður með skemmtun og söng. Léttar veitingar í boði.

20:00-23:00 Lopapeysupartý ungmennaráðs í Þorsteinsbúð, Björgunarsveitahúsinu í Garði.

  • Fram koma: Elín Snæbrá, Guðjón Þorgils, Drullusokkarnir/Elísa Tan, Róbert Andri, Háski og Izleifur. Frítt er á viðburðinn sem er áfengis- og vímuefnalaus. 15 ára aldurstakmark.

21:00 - 22:30 Spinning í íþróttamiðstöðinni í Sandgerði

  • Takmarkað af hjólum, fyrstu 17 fá hjól. Skráning hefst kl.12:00 mánudaginn 25. ágúst í Íþróttamiðstöðinni í Sandgerði.

Aðrir viðburðir:

Þekkingarsetur Suðurnesja

  • Opið mán-fös frá 10:00-16:00 og lau-sun frá 13:00-17:00. Frítt inn yfir helgina.
  • Sýningar: Fróðleiksfúsi (á íslensku og ensku), Heimskautin heilla, Huldir heimar hafsins-Þangálfarnir.

Byggðasafnið á Garðskaga

  • Opið frá kl. 10:00 - 17:00
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25