Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl

Mannlíf

Þangálfar fagna í Þekkingarsetrinu
Miðvikudagur 27. ágúst 2025 kl. 10:10

Þangálfar fagna í Þekkingarsetrinu

Sýningin Huldir heimar hafsins – ljós þangálfanna, fagnar 10 ára afmæli sínu um þessar mundir. Sýningin, sem hýst hefur verið í Þekkingarsetri Suðurnesja, var opnuð í mars árið 2015 og er tileinkuð minningu Guðmundar Páls Ólafssonar, rithöfundar og náttúrufræðings.

Mikilvægi hafsins og umræðan um það hefur sennilega aldrei verið jafn sterk og hún er í dag. Sýningin er fram sett til þess að fræða unga sem aldna um hlutverk hafsins og þeirra lífvera sem þar er að finna og þeim hættum sem að hafinu steðja.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl

Listinni er þannig vafið utan um ævintýri þangálfa í hafinu og sögur sagðar í formi ljóða og texta sem dansa um veggina sem þaktir eru þörungur og álfum. Hentar sýningin því einkar vel fyrir fólk á öllum aldrei þar sem nóg er fyrir augu að bera, lesa og uppgötva.


Hugsmiðir sýningarinnar eru þær Katrín Þorvaldsdóttir, listakona sem fer fyrir sýningunni og Eydís Mary Jónsdóttir fyrrum starfsmaður Þekkingarseturs Suðurnesja og sérfræðingur. Júlíus Viggó Ólafsson samdi tónlist við verkið auk þess sem Reynir Sveinsson heitinn sá um tæknileg atriði og Lúðvík Ásgeirsson hjá Viking Design sá um grafíska uppsetningu texta á veggjum setursins. Efnivið í sýninguna var þá safnað af Árna Berg Sigurbergssyni. Sýningin hefur vakið mikla lukku meðal skólabarna og annarra gesta Þekkingarsetursins síðastliðinn áratug.

Þekkingarsetrið hyggur á sérstaka þörungaviku á næsta ári ásamt aðstandendum sýningarinnar þar sem vafið verður saman listum, matargerð, ævintýrum og vísindum þar sem undirstaðan er hafið og lífríki þess. Þangað til er hægt að virða fyrir sér þessa fallegu sýningu ásamt öðrum sýningum Þekkingarseturs Suðurnesja en opið er alla virka daga frá 10 til 16 og um helgar frá 13 til 17. Þá ber að nefna að frítt er inn á sýningar Þekkingarsetursins dagana 30. og 31. ágúst nk. vegna Vitadaga í Suðurnesjabæ. Sýningar Þekkingarsetursins loka tímabundið vegna vetrarlokana frá og með mánudeginum 1. september nk. Svo ekki seinna vænna en að líta við í setrinu.


Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25