Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Mannlíf

Skötumessan haldin í Gerðaskóla í júlí
Frá Skötumessunni 2018 í Garði.
Þriðjudagur 16. júní 2020 kl. 10:40

Skötumessan haldin í Gerðaskóla í júlí

Miðvikudaginn 22. júlí nk. verður Skötumessan 2020 enn og aftur haldinn í Gerðaskóla í Garðinum. Borðhald hefst kl. 19.00 og að venju er boðið uppá glæsilegt hlaðborð af skötu, saltfiski, plokkfiski og meðlæti og rómuð skemmtidagskrá að venju flutt af fólki sem leggur okkur lið.

Þar sem aðsóknin fór langt fram úr áætlun í fyrra veður takmarkað magn seldra miða í forsölu við 450. Seljist þeir miðar upp verður engin sala við dyrnar eins og áður. Forsalan er því trygging fyrir sæti á Skötumessunni.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Vegna COVID 19 þá hefur verið haft samband við sóttvarnaryfirvöld og þau verða með í ráðum við endanlega framkvæmd framkvæmd kvöldsins en nú er leyfilegt að vera með 500 manns. við munum bjóða upp á borð fyrir þá sem vilja meira pláss. Það verður þó takmarkaður fjöldi.

Skólamatur sér um matinn eins og áður og skemmidagskráin samanstendur af hefðbundnum atriðum. Dói og Baldvin sjá um harmonikkuleik á meðan fólkið er að koma sér fyrir og síðan rekur hver dagskrárliðurinn sig af öðrum og verður auglýst nánar. Þá afhendum við styrkina sem við öll erum þátttakendur í og, að lokum verða stuttir tónleikar eins og aður.

Vilt þú verða einn af þeim?

Árlega mæta rúmlega 450 manns á Skötumessuna og borða til blessunar eins og dómkirkjupresturinn orðaði það svo skemmtilega á Skötumessunni. Við leggjum öll saman í þetta verkefni og erum líka öll viðstödd þegar styrkjunum verður útdeilt. Styrkir kvöldsins fara til þeirra sem eiga um sárt að binda í þeirri aðstöðu sem uppi er í þjóðfélaginu og

Ég spyr því þig lesandi góður. Vilt þú ekki verða einn af þeim sem leggja fötluðum og þeim sem eru hjálpar þurfi lið. Vinnufélagar og kaffifélagar víða á Suðurnesjum, nú er tækifæri til þess og við erum öll í sama liðinu og finnum hvað þetta kvöld getur skiptir miklu máli fyrir þá sem við styðjum.

Verð aðgöngumiða er 5,000- kr. Það hjálpar til að greiða aðganginn inn á reikning Skötumessunnar fyrir fram eins og okkar fólk er vant en reiknisnúmerið er;

0142-05-70506, kt. 580711-0650.

Skötumessan er í annað skipti haldinn í sameiginlegu sveitarfélagi og því sérstakt tækifæri fyrir íbúa að gera Skötumessuna að sinni árlegu bæjarskemmtun, mæta vel og styðja við verkefni í heimabyggð í Suðurnesjabæ.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest í Gerðaskóla miðvikudaginn 22. júlí, mæta tímanlega og finna sér sæti og hlusta á harmonikkutóna frá Dóa og Baldvin fyrir kvöldverðinn.

Skötumessan er áhugafélag um velferð fatlaðra.

Helstu stuðningsaðilar Skötumessunnar eru; Fiskmarkaður Suðurnesja, Skólamatur ehf, Icelandair Cargo, Suðurnesjabær og fl.