Flugger
Flugger

Mannlíf

Safnahelgin tókst vel – myndir
Einkasafn Hilmars Foss í Garðinum er eftirtektarvert og forvitnilegt. VF/Hilmar Bragi
Föstudagur 24. mars 2023 kl. 06:30

Safnahelgin tókst vel – myndir

Safnahelgi á Suðurnesjum fór fram um síðustu helgi þegar söfn, setur og sýningarsalir voru opin almenningi án endurgjalds. Margt áhugavert bar fyrir augu og almenn ánægja hjá fólki með dagskránna. Þannig var ásókn á stríðsminjasýningu í Svarta pakkhúsinu svo mikil að ákveðið hefur verið að taka upp þráðinn að nýju um komandi helgi og verður hún opin laugardag og sunnudag. Ljósmyndari VF fór á milli sýninga og tók meðfylgjandi myndir.

Hundruð gesta kíktu við á stríðsminjasýningu í Svarta pakkhúsinu á safnahelginni.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024
Á víkingasýningu í gamla SBK.
Elvis er ljóslifandi á sýningu í Átthagastofu Bókasafns Reykjanesbæjar.
Í bragganum hjá Ásgeiri í Garðinum.
Gálan var í Rokksafni Íslands.
Saltfisksetrið í Kvikunni í Grindavík er vönduð og áhugaverð sýning.
Sungið í Hvalsneskirkju.
Börnin gátu litað og teiknað í Listasafni Reykjanesbæjar.
Kvikmyndasýningar voru í Stóru-Vogaskóla.

Fleiri myndir eru í myndasafni neðar á síðunni.

Safnahelgin 2023