Mannlíf

Rokk og heitt kakó við jólatréð í Garði
Miðvikudagur 6. desember 2023 kl. 10:49

Rokk og heitt kakó við jólatréð í Garði

Kveikt var á jólaljósum á jólatrjám í Suðurnesjabæ á fullveldisdaginn, 1. desember. Í Garðinum voru ljósin á jólatrénu kveikt kl. 17:00. Tveir yngstu nemendur Gerðaskóla kveiktu ljósin á jólatrénu í Garði. Það eru þau Þórhildur Perla Þórudóttir og Alíana Eysteinsdóttir Khoshkhoo.

Þá lék rokkhljómsveit Tónlistarskólans í Garði tvö lög. Sveitina skipa þau Elísa (söngur), Magnús Máni (söngur), Benedikt Natan (gítar), Brynjar Ægir (bassi), Alexander Goði (kassatromma), Guðbergur Magni (slagverk) og Ögmundur Ásgeir (slagverk). Þá komu jólasveinar í heimsókn og sprelluðu og gáfu börnum mandarínur og sælgæti.

Public deli
Public deli

Þá fengu allir kakó og piparkökur en sá dagskrárliður var í umsjón ungmennaráðs Víðis. Magnús Stefánsson bæjarstjóri sá svo um að kynna dagskránna.Hér að neðan má sjá myndasafn frá viðburðinum í Garði.

Jólaljósin í Garði 1. desember 2023