Mannlíf

Nýjar sýningar opnaðar í Duus Safnahúsum
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
mánudaginn 15. júní 2020 kl. 09:36

Nýjar sýningar opnaðar í Duus Safnahúsum

Fjórar nýjar sýningar opnuðu í Duus Safnahúsum á dögunum. Listasafn Reykjanesbæjar opnaði tvær sýningar og Byggðasafn Reykjanesbæjar opnaði jafnframt tvær sýningar. Af hug og hjarta er sýning eftir Harald Karlsson en þar er að finna tilraunakennd vídeóverk.

Í Stofunni er svo sýningin Gerðið eftir Steingrím Eyfjörð. Gerðið er innsetning og lýsir ferli listamannsins þar sem hann nær tengslum við huldumann í gegnum miðil. Verkið er smíðað eftir leiðbeiningum huldumannsins, eins og segir í lýsingu á sýningunni.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Hlustað á hafið er sýning sem fjallar um náin tengsl sjómanna árabátatímans við hafið umhverfis Reykjanesið en sýningin er í Gryfjunni. Fólkið í kaupstaðnum er sýning þar sem gefur að líta sýnishorn af ljósmyndum í eigu Byggðasafns Reykjanesbæjar með sérstakri áherslu á ljósmyndir Heimis Stígssonar og Jóns Tómassonar. Þema sýningarinnar er fólk og mannlíf í kaupstaðnum Keflavík og nágrannabænum Njarðvík á árunum 1944 til 1994.

Við opnun sýningarinnar var jafnframt opnaður ljósmyndavefur Byggðasafns Reykjanesbæjar, reykjanesmyndir.is.

Duus safnahús - sumarsýningar 2020