NÆRMYND - Kviknaði í hártoppnum hjá Írisi
Íris Sigtryggsdóttir er fyrsti viðmælanda Víkurfrétta í nýjum þætti „NÆRMYND“. Hún hefur starfað á nokkrum góðum vinnustöðum á Suðurnesjum og er því mörgum ágætlega kunn í bítlabænum en nú er hún mætt á Hafnargötu 30, beint á móti íbúðinni sem hún býr í, hinum megin götunnar. Íris er verkefnastjóri The Dubliner sem er nýr bar og veitingastaður í Keflavík.
Nafn: Íris Sigtryggsdóttir
Árgangur: 1968
Búseta: Keflavík
Hverra manna ertu og hvar uppalin? Dóttir Hjördísar B. Sigurðardóttur og Sigtryggs Maríussonar , fædd í Reykjavík, ólst upp frá 7 ára aldri í Keflavík.
Starf/nám: Menntaður leiðsögumaður og í dag starfa ég sem verkefnastjóri hjá The Dubliner Keflavík.
Hvað er í deiglunni: Það er nóg í deiglunni þessa dagana, hausinn á mér er eins og verkefnagrautur á suðupunkti.
Hvernig nemandi varstu? Alls ekki alltaf góður ...
Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Þegar kviknaði í toppnum á mér fyrir myndatöku, var að fikta við að reykja.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Aldrei náð að vinna með það takmark.
Áttu einhverja sérstaka fyrirmynd? Var alltaf pabbastelpa, hann var fyrirmyndin mín.
Hvert var uppáhalds leikfangið þitt þegar þú varst krakki? Átti ég eitthvað dót ...
Besti ilmurinn? SÍ.
Á hvernig bíl lærðir þú fyrir bílprófið? Hef enga hugmynd um það, man að ökukennarinn hét Palli kippur og tók prófið á Höfn í Hornafirði.
Á hvaða bíl fórstu fyrsta rúntinn eftir prófið og með hverjum? Með vinum á Höfn, fékk bíl að láni frá frænda mínum.
Hvernig slakarðu á? Heima í sófanum.
Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? Horfi ekki á línulega dagskrá.
Uppáhalds vefsíða? vedur.is
Hvað heldurðu að skjátími þinn sé mikill á hverjum degi að jafnaði? Allt of mikill.
Besta bíómyndin? Life is beautiful 1997.
Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? Lítil íþróttamanneskja.
Hvað gerir þú betur er allir aðrir á þínu heimili? Allt..bý ein.
Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Bakstur.
Hættulegasta helgarnammið? Heimatilbúin karamella.
Hvernig er eggið best? Soðið.
Hvað fer mest í taugarnar á þér? Óstundvísi
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Óstundvísi
Uppáhalds málsháttur eða tilvitnun? Setning sem gamall vinur sagði oft „Látum þetta bara koma til okkar“.
Hver er elsta minningin sem þú átt? Svona ca 3-4 ára á hestbaki.
Þú vaknar einn morgun í líkama frægrar manneskju og þarft að dúsa þar einn dag. Hver værirðu til í að vera og hvað myndirðu gera? Trump og fara að segja af mér.
Hver er uppáhalds bókin þín og rithöfundur? Konan í dalnum og dæturnar sjö - Guðmundur Hagalín.
Orð eða frasi sem þú notar mikið? „Ertu ekki að grínast“.
Hvaða þremur persónum vildirðu bjóða í draumakvöldverð? Kollu, Hörpu og Rebekku.
Ef þú gætir farið til baka í tímann, hvert færðirðu? Ég bara myndi ekkert fara til baka.
Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Áætlun? Hvaða áætlun?









