Rafiðnaðarfélag
Rafiðnaðarfélag

Mannlíf

Mulan – frábær vorsýning nemenda Danskompaní
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 11. maí 2022 kl. 07:50

Mulan – frábær vorsýning nemenda Danskompaní

Dansskólinn Danskompaní bauð upp á veislu fyrir augað þegar vorsýning Danskompaní 2022 var haldin í Andrews Theater um helgina. Þema sýningarinnar var Disney-ævintýrið um Mulan og stóðu dansararnir sig með eindæmum vel en alls tóku um 350 dansarar þátt í sýningunni – sannkölluð stórsýning. Þótt margir dansararnir hafi verið að taka sín fyrstu dansspor á stóra sviðinu stóðu þeir allir sig frábærlega og munu án efa eiga eftir að gleðja dansáhugafólk um ókomna tíð.

Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari Víkurfrétta, sá sýninguna og má sjá lítið brot af herlegheitunum í myndasafnið neðar á síðunni.

Nýsprautun sumardekk
Nýsprautun sumardekk

Mulan – vorsýning Danskompaní 2022