Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Mannlíf

Langar að verða lögfræðingur
Sunneva Dís Sigurðardóttir. Mynd: Úr einkasafni
Thelma Hrund Hermannsdóttir
Thelma Hrund Hermannsdóttir skrifar
sunnudaginn 2. október 2022 kl. 07:00

Langar að verða lögfræðingur

Nafn: Sunneva Dís Sigurðardóttir
Aldur: 14 ára
Skóli: Njarðvíkurskóli
Bekkur: 9. bekkur
Áhugamál: Leiklist
Sunneva Dís er að leika í uppsetningu Leikfélags Keflavíkur á Ronju ræningjadóttur sem sýnd verður í vetur. Ef hún gæti valið sér einn ofurkraft myndi hún velja að geta lesið hugsanir. 
 
Hvert er skemmtilegasta fagið?

Skemmtilegasta fagið er heimilisfræði eða íþróttir.

Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna?

Ég held að Sara Björk sé líklegust að vera fræg.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024
Skemmtilegasta saga úr skólanum:

Skemmtilegasta saga úr skólanum er þegar vinkona mín var í smíði og hún var að fara setjast á stól en hann brotnaði.

Hver er fyndnastur í skólanum?

Fyndnastur í skólanum er örugglega Frosti eða Ragna.

Hvert er uppáhaldslagið þitt?

Uppáhaldslagið mitt er Passionfruit eftir Drake.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Uppáhaldsmaturinn minn er burrito.

Hver er uppáhaldsbíómyndin þín?

Burlesque er uppáhaldsbíómyndin mín.

Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju og hvers vegna?

Ég myndi örugglega taka símann minn, rúmið mitt og makeup.

Hver er þinn helsti kostur?

Minn helsti kostur er líklega að ég er skemmtileg og fyndin.

Ef þú gætir valið þér einn ofurkraft til að vera með restina af ævinni, hvað myndir þú velja?

Ofurkrafturinn sem ég myndi velja er að geta lesið hugsanir eða að geta tímaflakkað.

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks?

Traust og þegar það er góðhjartað.

Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla?

Ég stefni að því að verða lögfræðingur.

Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það?

Ef ég þurfti að lýsa mér í einu orði er það fyndin.