Stuðlaberg Pósthússtræti
Stuðlaberg Pósthússtræti

Mannlíf

Kvikmyndasýning og umræða í Hljómahöll
Stilla úr kvikmyndaverkinu Space Exodus (2009) eftir Larissa Sansour.
Miðvikudagur 13. ágúst 2025 kl. 11:34

Kvikmyndasýning og umræða í Hljómahöll

Listasafn Reykjanesbæjar býður til sérstakrar kvikmyndasýningar og umræðu undir yfirskriftinni „Vísindaskáldskapur og Palestína“, sem fram fer í Hljómahöll í Reykjanesbæ sunnudaginn 17. ágúst nk. kl. 15:00–17:00.

Viðburðurinn fer fram í tengslum við sýningu listakonunnar Larissu Sansour, sem jafnframt er hennar fyrsta einkasýning á Íslandi. Á dagskrá eru sýndar þrjár kvikmyndir hennar – Space Exodus (2009), Nation Estate (2012) og In the Future They Ate From the Finest Porcelain (2015) – og í kjölfarið fer fram opið samtal við listakonuna sjálfa, meðhöfund hennar Søren Lind, og sýningarstjórann Jonatan Habib Engqvist, sem jafnframt hefur umsjón með sýningunni „Fortíðin var aldrei, hún aðeins er“ í Listasafni Reykjanesbæjar (22. maí – 17. ágúst 2025). Eftir viðburðinn í Hljómahöll verður Listasafn Reykjanesbæjar opið til kl. 19:00.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Verk Sansour hafa hlotið alþjóðlega viðurkenningu fyrir frumlega og áhrifamikla framsetningu á málefnum sem varða minningu, sjálfsmynd, þjóðerni og vistfræðileg álitamál. Hún beitir vísindaskáldskap og ljóðrænu myndmáli til að varpa ljósi á mikilvæga samfélagslega umræðu samtímans.

Søren Lind, Larissa Sansour og Jonatan Habib Engqvist.