Bilakjarninn
Bilakjarninn

Fréttir

Kúmenið þroskaðist snemma og fauk út í veður og vind
Kúmentínsla á Garðskaga á síðasta ári.
Föstudagur 8. ágúst 2025 kl. 10:11

Kúmenið þroskaðist snemma og fauk út í veður og vind

Engin kúmentínsla verður við Byggðasafnið á Garðskaga í ár. Kúmenið þroskaðist óvenju snemma þetta árið, líklega vegna góðviðris í maí. Í ágústbyrjun hafaa vindar blásið á Garðskaganum og eru því fræin að mestu fokin.

Fólk er þrátt fyrir það velkomið á Garðskaga en safnið er opðið alla daga kl. 10 til 17 og aðgangur er ókeypis. Á safninu eru fjölbreyttar sýningar, ágiskunarleikur, fuglagetraun og barnahorn ásamt safnverslun með spennandi vöruúrvali.

Bílakjarninn
Bílakjarninn