HS Veitur vara við svikapósti
HS Veitur hafa sent frá sér viðvörun vegna svikapósts sem nú gengur á netinu. Í póstinum eru viðtakendur beðnir um að smella á hlekk til að velja raforkusala eða staðfesta þjónustu.
Fyrirtækið ítrekar að HS Veitur sendi aldrei út beiðnir af þessu tagi í tölvupósti eða með hlekkjum á óopinberar vefsíður.
Ef þú færð slíkan póst:
-
Ekki smella á hlekki eða opna viðhengi
-
Ekki gefa upp persónu- eða greiðslukortaupplýsingar
-
Eyða póstinum strax
HS Veitur hvetja alla til að hafa samband við þjónustuverið ef vafi leikur á áreiðanleika samskipta sem virðast koma frá fyrirtækinu.
Sími: 422-5200 – Netfang: [email protected] – www.hsveitur.is
Öryggi viðskiptavina er fyrirtækinu mikilvægt, segir í tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér nú í morgun.