Max Norhern Light
Max Norhern Light

Mannlíf

Janúaropnun Skáldaskáps í Bókasafni Sandgerðis
Miðvikudagur 8. janúar 2020 kl. 13:09

Janúaropnun Skáldaskáps í Bókasafni Sandgerðis

Listaverkefnið Skáldaskápur var formlega opnað laugardag 16. nóvember 2019 á Degi íslenskrar tungu en það er hugarfóstur listamannsins Gunnhildar Þórðardóttur. Skáldaskápur er búinn að vera tvo mánuði í Bókasafni Reykjanesbæjar og hefur kynnt tvö ný skáld en mun núna fara á flakk til Sandgerðis. Janúaropnun Skáldaskáps verður í Bókasafni Sandgerðis fimmtudaginn 9. janúar kl. 17. Skáldaskápur kynnir tvö skáld til leiks, Guðmund Magnússon úr Garðinum og Helenu Rós Bjarnveigardóttur frá Keflavík, í janúar en þau munu lesa upp úr verkum sínum á opnuninni. 

UPPFÆRT Á HÁDEGI 9. JAN: VIÐBURÐINUM HEFUR VERIÐ FRESTAÐ.

Helena er 22 ára, fædd og uppalin í Keflavík og lauk stúdentprófi frá Verzlunarskólanum. Hún er nemandi við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og spilar á píanó en tónlist er mikill partur af lífi hennar. Árið 2017 byrjaði hún að skrifa ljóð og texta sér til skemmtunar og hefur haldið áfram skifa mikið. Að hennar sögn skrifar hún til að róa hugann og það hjálpar henni að halda utan um hugsanir.

Guðmundur Magnússon er úr Garðinum eins og áður sagði og skrifar ljóð og smásögur. Hann hefur einnig gert heimildamyndir og skrifað handrit að kvikmynd. Hann er meðlimur Bryggjuskálda og hefur unnið að margvíslegri menningarstarfsemi í Garðinum og annars staðar. 

Markmið Skáldaskáps er að hvetja íbúa Suðurnesja til að semja ljóð, smásögur, vísur, kvæði og efla skapandi skrif. Verkefnið er samfélagslegt þar sem allir íbúar, óháð kyni, aldri, þjóðerni og tungumáli, eru hvattir til þess að taka þátt. Verkin eru sýnd í sérstökum skáp frá Byggasafni Suðurnesja en það er hægt að fylgjast með viðburðum á Facebook-síðu Skáldaskáps www.facebook.com/Skaldaskapur-Poetry-Cupboard 

og senda efni á skaldaskapur@gmail.com. 

Allir velkomnir og léttar veitingar.