Mannlíf

Heiðarskólaleikarar styrktu Krabbameinsfélag Suðurnesja
Þriðjudagur 10. maí 2022 kl. 09:23

Heiðarskólaleikarar styrktu Krabbameinsfélag Suðurnesja

Leiklistarval Heiðarskóla stóð fyrir styrktarsýningu á söngleiknum Grís og styrktu að þessu sinni Krabbameinsfélag Suðurnesja. Uppselt var á sýninguna og söfnuðust 130.000 krónur.

Styrmir Geir Jónsson, formaður Krabbameinsfélagsins, mætti og veitti styrknum viðtöku. Styrmir þakkaði krökkunum fyrir frábært framtak og geggjaða sýningu en hefð er orðin fyrir því í Heiðarskóla að halda styrktarsýngu eftir frumsýningar á árshátíðarverkum og velja krakkarnir sjálfir það félag sem styrkt er.

Fallegt framtak hjá nemendum en leikstjórar verksins eru kennararnir Daníella Hólm, Esther Inga Níelsdóttir og Guðný Kristjánsdóttir.