Mannlíf

Gunnhildur Þórðardóttir með ljóðaupplestur á Bókakaffi á Selfossi
Gunnhildur við ljóðaupplestur fyrir stuttu í bókasafninu í Reykjanesbæ á degi íslenskrar tungu.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
miðvikudaginn 6. desember 2023 kl. 17:12

Gunnhildur Þórðardóttir með ljóðaupplestur á Bókakaffi á Selfossi

Gunnhildur Þórðardóttir sem bæði er myndlistarkona, ljóðahöfundur og kennari, gaf nýverið út sína sjöttu ljóðabók, Dóttir drápunnar - Ljóð úr djúpinu. Hún hefur verið að koma fram víðsvegar undanfarið með ljóðalestur og verður á Bókakaffinu á Selfossi fimmtudaginn 7. desember kl. 20:00.

Bæði listaverk og ljóðabækur Gunnhildar fjalla oft um heimspekileg fyrirbæri en í verkum sínum túlkar hún vangaveltur sínar um lífið og tilveruna auk þess sem hnattræn hlýnun og hringrásarhagkerfið hefur alltaf verið ofarlega á baugi í hennar verkum enda er Gunnhildur mikill umhverfissinni.

Gunnhildur er með MA í liststjórnun (2006), tvíhliða BA nám sagnfræði (listasögu) og fagurlistum frá Listaháskólanum í Cambridge UK (2003), og viðbótardiplómanám í listkennslu, bæði fyrir grunn - og framhaldsskóla frá Listaháskóla Íslands (2019). 

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Hún hefur starfað við kennslu síðan 2014 og starfað í rúm tíu ár fyrir listasöfn bæði á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ. Hún hefur verið virkur myndlistarmaður í tuttugu ár og unnið trúnaðarstörf fyrir

Samband íslenskra myndlistarmanna (SÍM) og félagið Íslensk grafík.

Guðmundur Brynjólfsson að lesa upp úr sinni bók í bókasafninu í Reykjanesbæ.