Mannlíf

FS-ingur vikunnar: Félagslífið er helvíti gott
Laugardagur 27. maí 2023 kl. 06:16

FS-ingur vikunnar: Félagslífið er helvíti gott

FS-ingur vikunnar:
Nafn: Birgitta Sól
Aldur: 18 ára
Námsbraut: Félagsvísindabraut
Áhugamál: Vera með vinum


Birgitta Sól er átján ára nemandi á félagsvísindabraut sem stefnir á að flytja úr þessu landi í framtíðinni. Birgitta er FS-ingur vikunnar.

Hvað ert þú gömul? Átján ára.

Hvers saknar þú mest við grunnskóla? Að geta farið til útlanda án þess að fá fjarvist.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Hvers vegna ákvaðst þú að fara í FS? Kom eiginlega enginn annar skóli til greina, flestir vinir minir eru í FS og stutt að keyra.

Hver er helsti kosturinn við FS? 100% félagslífið.

Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum? Mætti vera betra en mér finnst það helvítið gott.

Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Betsy Ásta, verðandi forseti Íslands.

Hver er fyndnastur í skólanum? Katrín Ósk.

Hvað hræðist þú mest? Ælu.

Hvað er heitt og hvað er kalt þessa stundina? Heitt: Valdimar Steinn. Kalt: Skinny Jeans.

Hvert er uppáhaldslagið þitt? Á ekkert uppáhaldslag bara eiginlega allt með Rihönnu.

Hver er þinn helsti kostur? Myndi segja að ég er mjög traust.

Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? TikTok og Snap.

Hver er stefnan fyrir framtíðina? Flytja út úr þessu landi.

Hver er þinn stærsti draumur? Ná að ferðast út um allan heim.

Ef þú ættir að lýsa sjálfri þér í einu orði hvaða orð væri það og af hverju? Ákveðin.