Mannlíf

Fjörutíu ára vígsluafmæli Grindavíkurkirkju fagnað
Það var þétt setinn bekkurinn á styrktartónleikunum
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
þriðjudaginn 8. nóvember 2022 kl. 10:52

Fjörutíu ára vígsluafmæli Grindavíkurkirkju fagnað

Endurbætur og styrktartónleikar. Nýjar sálmabækur teknar í notkun

Það var margt í gangi hjá Grindavíkurkirkju í síðustu viku en hæst bar Hátíðarmessa sunnudaginn 30. október, í tilefni af 40 ára vígsluafmæli kirkjunnar en þessi fallega kirkja tók við af þeirri gömlu þann 26. september 1982.  

Vígslubiskupinn í Skálholti, sr. Kristján Björnsson predikaði en sr. Elínborgu Gísladóttur sóknarprestur leiddi messuna. Nýjar sálmabækur voru teknar í notkun en þær eru gjöf frá Eðvardi Júlíussyni til minningar um Elínu Pálfríði Alexandersdóttur eiginkonu hans sem lést  árið 2019.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Margir komu að þessari messu, sóknarnefndarfólk sem aðrir.

Kór Grindavíkurkirkju leiddi sönginn í messunni undir öruggri stjórn nýja organistans, Kristjáns Hrannar Pálssonar sem fékk auk þess trommuleikarann Þorvald Halldórsson og kontrabassaleikarann Birgi Stein Theódórsson í lið með sér.

Viðhaldi á þessari fallegu kirkju hefur verið ábótavant undanfarin ár og því er nauðsynlegt að hefjast handa og að því tilefni var blásið til styrktartónleika miðvikudagskvöldið 26. október.  Grindvískir söngvarar tróðu upp ásamt kirkjukór Grindavíkurkirkju og kvennakórnum Grindavíkurdætrum og þóttu tónleikarnir heppnast einstaklega vel. Tónlistarstjóri var fyrrnefndur Kristján Hrannar en kórstjóri Grindavíkurdætra er Berta Dröfn Ómarsdóttir.