Mannlíf

Fjör hjá Eðvard Júlíussyni á 90 ára afmælinu
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
laugardaginn 16. september 2023 kl. 06:41

Fjör hjá Eðvard Júlíussyni á 90 ára afmælinu

Eðvard Júlíusson frá Grindavík varð níræður 8. september og blés af því tilefni til glæsilegrar afmælisveislu á Sjómannastofunni Vör. 

Eddi, eins og hann er jafnan kallaður, var skipstjóri, gerðist útgerðarmaður og rak Hópsnes, sat í bæjarstjórn í Grindavík og er stór hluthafi í Bláa lóninu.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Fjölmargir gestir samglöddust afmælisbarninu, boðið var upp á glæsilegar veitingar og Ingó veðurguð tók nokkur lög. Meðfylgjandi myndir í myndasafni hér í fréttinni tala sínu máli.

Eðvarð Júlíusson 90 ára