Sjálfstæðisflokkurinn 13. - 26. sept
Sjálfstæðisflokkurinn 13. - 26. sept

Mannlíf

Fjöldi „hvítvínskvenna“ í miðbænum sótti verslanir og veitingastaði
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 3. september 2021 kl. 15:13

Fjöldi „hvítvínskvenna“ í miðbænum sótti verslanir og veitingastaði

Talsverður fjöldi fólks var í miðbæ Keflavíkur í gærkvöldi þegar verslanir buðu upp á lengri opnunartíma á fimmtudagskvöldi á „ekki“ Ljósanótt. Sjá mátti marga hópa „hvítvínskvenna“ sem notuðu tækifærið til að gera góð kaup og sóttu líka nokkar listsýningar sem voru opnaðar. Margar verslanir og fyrirtæki buðu Ljósanæturafslátt og voru sumar verslanir fullar af fólki seinni partinn og í gærkvöldi.

Góð stemming var í bænum og veðrið lék við bæjarbúa, stillt og gott. Margir sem hittu fréttamann VF söknuðu hefðbundinnar Ljósanætur og hefðu viljað hafa minni útgáfu af hátíðinni. Mörg hundruð manns voru í miðbænum í gærkvöld og allir veitingastaðir voru full setnir og stemmningin góð. Þá opnuðu nýjar sýningar í Duus-Safnahúsum.

Viðreisn
Viðreisn

Stuð og Ljósanæturstemmning var í verslunum.

Emilía Dröfn Jónsdóttir opnaði myndlistarsýningu við Hafnargötu 26. Hún hefur notað tímann í Covid-19 til að handleika pensilinn og sýnir flottar myndir.