VF jólalukka 25
VF jólalukka 25

Mannlíf

Fjölbreytt dagskrá á Safnahelgi á Suðurnesjum 16.–17. október
Föstudagur 15. október 2021 kl. 07:51

Fjölbreytt dagskrá á Safnahelgi á Suðurnesjum 16.–17. október

Það verða margir viðburðir, fyrirlestrar, sýningar og tónleikar á Safnahelgi á Suðurnesjum sem nú er haldin í tólfta sinn helgina 16.–17. október. Öll söfn í sveitarfélögunum á Suðurnesjum verða opin laugardag og sunnudag.

Að minnsta kosti fernir tónleikar verða í boði þar sem hljómsveitirnar Flott, JFDR, Midnight Librarian og systkinin Fríða Dís og Smári Guðmundsbörn koma fram. Áhugaverðar sýningar eru víða á Suðurnesjum, m.a. margar í Duus Safnahúsum í Keflavík en einnig víðar í hinum sveitarfélögunum.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Þá verða áhugaverðir viðburðir eins og Sögustund með Alla á Kvikunni í Grindavík, Sjólyst, hús Unu, Völvu Suðurnesja í Garðinum verður opið og þá opnar Ásgeir Hjálmarsson Braggann sinn í Garðinum en hann mun einnig fara yfir sögu Guðna á trukknum á Byggðasafninu.

Sýning um sögu Reykjanesvita verður í nýuppgerðu húsnæði neðan við við Reykjanesvita og þá verður Sögu- og minjafélag Vatnsleysustrandar og Heilsuleikskólinn Suðurvellir með sameiginlega ljósmyndasýningu í Gamla Skólanum í Norðurkoti sem staðsettur er við Kálfatjarnarkirkju. Á Safnahelgi verða sögustundir og upplestrar og fleira mætti nefna en sjá má kynningar og upplýsingar um alla viðburði á vefsíðunni safnahelgi.is.

Ásgeir Hjálmarsson í Bragganum í Garði.

Tónlistarfólkið og systkinin Fríða Dís og Smári koma fram á Rokksafni Íslands laugardaginn 16. október kl. 14.

„ÞAÐ SEM STRÍÐIÐ SKILDI EFTIR“

Í safnamiðstöðinni í Ramma verður boðið upp á sýningu einkasafnara og Byggðasafns Reykjanesbæjar á munum tengdum hernaði. Byggðasafn Reykjanesbæjar hefur verið með söfnunarátak á munum og minjum sem tengjast veru varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Hluti þess sem safnast hefur verður til sýnis á sýningu í Safnamiðstöðinni í Ramma við Seylubraut 1. Ásamt Byggðasafninu verða fimmtán einkasafnarar sem sýna hluta af afrakstri söfnunar sinnar á munum sem tengjast veru hers á Íslandi. Þar má meðal annars sjá farartæki, líkön, vopn, orður og einkennisbúninga.

Sýningin verður opin gestum og gangandi milli kl. 12 og 17 laugardaginn og sunnudaginn 16.–17. október.

VF jól 25
VF jól 25