Langbest
Langbest

Mannlíf

Fjáröflunartónleikar Krafts á Park Inn í Reykjanesbæ
Þriðjudagur 31. janúar 2023 kl. 06:02

Fjáröflunartónleikar Krafts á Park Inn í Reykjanesbæ

Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur stendur nú fyrir árvekni- og fjáröflunarátaki. Liður í átakinu er að fara hringinn í kringum landið og vera með Lífið er núna tónleika. Tónleikar verða á Park Inn hótelinu í Reykjanesbæ föstudaginn 3. febrúar.

„Við ákváðum að taka rúntinn hringinn í kringum landið með tónleika en tilgangurinn með því er að kynna starfsemi okkar og minna fólk á að njóta augnabliksins. Fólk sem greinist með krabbamein þarf að sækja oft meðferð til Reykjavíkur þó það sé búsett úti á landi og því er gott að vita hvert þau geta leitað þegar þau eru í bænum,“ segir Stefán Magnússon, framkvæmdastjóri Krafts. 

Stjórnendafélag Suðurnesja
Stjórnendafélag Suðurnesja

Tónleikaferðalagið átti að hefjast 30. janúar en veðurguðirnir eru augljóslega jafnhrifnir af sterka appelsínugula litnum og Kraftur sjálfur skartar svo því þarf að hætta við þá tónleika. „Við brunum því bara beint á Höfn á morgun og sláum þar til fyrstu Lífið er núna tónleikaveislunnar. Svo höldum við áfram hringinn en við endum veisluna aftur í Reykjavík á baráttudegi gegn krabbameinum 4. febrúar með tónleikum í Iðnó,“ segir Stefán enn fremur. Hægt verður að kaupa miða við innganginn á alla tónleikana sem eru á landsbyggðinni og kostar 2.000 kr. inn. En hægt er að tryggja sér  miða á tónleikana á Iðnó á Tix.is eða kaupa við innganginn en miðaverð á þá er 3.500 kr. Að sjálfsögðu verður einnig hægt að kaupa Lífið er núna húfu Krafts á svæðinu. 

Tónleikadagskráin 

    • 31. janúar - Hafið - Höfn í Hornafirði - Stebbi Jak og hljómsveit 
    • 1. febrúar - Egilsbúð Neskaupstað - Stebbi Jak og hljómsveit, Ína Berglind, og Coney Island  Babies 
    • 2. febrúar - Græni Hatturinn -Akureyri - Stebbi Jak og hljómsveit, Lost, Angurværð og Dopamine Machine

  • 3. febrúar - Hótel Radisson Parkinn -  Reykjanesbæ - Stebbi Jak og hljómsveit

  • 4. febrúar - Iðnó - Reykjavík  - Briet, Sycamore Tree, Stebbi Jak og hljómsveit, Anya Shaddock, Grunge rokkmessa, Elín Hall, Langi Seli og Skuggarnir, Unnsteinn og Hermigervill.