Karlakórinn
Karlakórinn

Mannlíf

Ekki bara eins og að sitja í stól
Guðjón Sigurðsson, formaður MND félagsins, og Arnar Helgi Lárusson, formaður SEM samtakanna.
Mánudagur 13. október 2014 kl. 08:45

Ekki bara eins og að sitja í stól

Skapa sendiherra aðgengis með fyrirlestrum um landið.

„Við gerum þetta til að skapa sendiherra aðgengis í framtíðinni; að þau muni hafa upplifað á eigin skinni hvernig er að mæta þeim hrindrunum sem þau mæta þegar þau fara um bæinn sinn. Við vonumst til að þegar þau verða t.d. stjórnmálamenn, arkitektar eða byggingafulltrúar í framtíðinni, þá muni þau eftir þessari reynslu og skili henni inn í sín störf,“ segir Árnný Guðjónsdóttir, fulltrúi hjá MND félaginu og dóttir formanns félagsins, Guðjóns Sigurðssonar. Þau feðgin, ásamt Arnari Helga Lárussyni, formanni SEM samtakanna og Tryggva Frey Torfasyni, fulltrúa MND félagsins, hófu hringferð um landið í Njarðvíkurskóla fyrir skömmu. Stefnan er tekin á grunnskólana þar sem efld verður vitund 10. bekkinga um aðgengismál með fyrirlestrum.



Greina hindranir í nærumhverfi
Árnný segir verkefnið ganga út á kynna hvað hægt sé að gera þrátt fyrir takmarkanir sem hjólastóll veldur. Í kjölfarið verður haldin keppni sem gengur út á að nemendur, 4-6 saman í hóp, fá afhentan hjólastól og hafa hann í 24 klukkustundir. Þau muni greina hindranir í sínu nærumhverfi og koma mögulega með einhverjar lausnir. „Við erum að í raun að virkja kraftinn í unga fólkinu því oft er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja. Þess vegna völdum aldurshópinn sem mun erfa landið. Þau hafa tvær vikur til að skila okkur skýrslu sem inniheldur uppl um hrindarnir og lausn við þeim.“

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024



Erfitt að skreppa út í bakarí
Arnar Helgi bætir við að verkefnið sé mjög þarft. „Við Guðjón sýnum þeim hvað við getum og gerum en á móti átta þau sig vonandi á að þetta er ekki hindranalaust og við þurfum að hafa miklu meira fyrir því að t.d. skreppa út í bakarí. Við þurfum að velja bakaríið úr frá aðgengi. Þetta er ekki bara eins og að sitja í stól.“