Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Mannlíf

Boðflenna í Listasafni Reykjanesbæjar
Laugardagur 27. maí 2023 kl. 06:19

Boðflenna í Listasafni Reykjanesbæjar

Listasafn Reykjanesbæjar, opnaði yfirlitssýningu Snorra Ásmundssonar, Boðflennu, miðvikudaginn 17. maí síðastliðinn. Sýningin Boðflenna mun standa til og með 20. ágúst 2023.

Sköpun og gjörðir Snorra verða til þar sem hann stendur og hvíla í honum sjálfum. Þannig er myndsköpun hans ekki skáldskapur eða vel nært „alter egó“. Listamaðurinn er gjörsneiddur leiklistarhæfileikum. Að þessari ástæðu má mögulega halda því fram að Snorri sé stórtækasta lifandi listaverk íslenskrar listasögu. Í raun er aðeins hægt að bera Snorra saman við bresku listamennina Gilbert og George sem framkvæma eigið líf sem lifandi skúlptúr þar sem efniviðurinn er breskur persónuleiki og sú táknfræði sem umlykja það auðkenni. Það sem þú sérð er framlag Snorra Ásmundssonar til listarinnar, til íslensku þjóðarinnar og heimsins líka. Æsa Sigurjónsdóttir segir að listamenn hafi gert til sín miklar kröfur um að vísa þjóðinni leiðina til framtíðar á fyrri hluta tuttugustu aldar. Listamaðurinn átti að vera brautryðjandi, landnámsmaður og sjáandi, andlegur viti sem bryti niður hið gamla og úrelta og benti á hið nýja sem koma skildi. (Sigurjónsdóttir. 2011) Segja má að þau gildi sem Æsa telur upp séu leiðarljós Snorra í lífinu og listinni. Hann hefur unnið sem andlegur leiðbeinandi, sjáandi yogi, brautryðjandi tímatengdrar listar, jafnvígur í söng og píanóleik, listamaður sem leggur sig sannarlega fram við að brjóta niður það gamla og úrelta á sama tíma og hann er óþreytandi að benda á nýjar leiðir og það sem koma skal.

Public deli
Public deli

Hver man eftir forsetaframboðinu 2004? Vinstri Hægri Snú framboðinu? Kattaframboðinu? Besta píanóleikara Evrópu? Fjallkonunni? Listasafn Reykjanesbæjar ætlar að ramma inn og færa persónu- og myndsköpun Snorra í ákveðinn farveg sem mun auka skilning almennings á gagnrýninni samfélagslegri gjörningalist á Íslandi.

Sýningarstjóri Helga Þórsdóttir. Aðstoðarsýningarstjórar: Iðunn Jónsdóttir og Helga Arnbjörg Pálsdóttir.