Blómasala Æsu
Blómasala Æsu

Mannlíf

Barnabörnin á Heiðarseli í 21 ár
Magnús og Sigurbjörg með barnabörnunum sem hafa verið á Heiðarseli.
Sunnudagur 9. júní 2019 kl. 19:07

Barnabörnin á Heiðarseli í 21 ár

Hjónin Sigurbjörg Halldórsdóttir og Magnús Haraldsson í Keflavík færðu leikskólanum Heiðarseli skemmtilega gjöf nýlega en öll barnabörn þeirra hafa verið nemendur á leikskólanum.

Heimsóttu þau Sigurbjörg og Magnús leikskólann af því tilefni og gáfu honum blómvönd og mynd af börnunum sem hafa verið samfellt í 21 ár á skólanum.

Starfsfólk tók á móti þeim Magnúsi og Sigurbjörgu og bauð þeim í kaffi af þessu tilefni. Magnús og Sigurbjörg hafa öll þessi ár verið reglulegir gestir á hina ýmsu viðburði í leikskólanum og eru þakklát fyrir hið frábæra starf sem unnið er þar. Um tíma áttu þau barnabarn á hverri deild á Heiðarseli. Þau sögðust kveðja Heiðarsel með söknuði og þakklæti fyrir það frábæra viðmót sem starfsfólkið hefur alltaf sýnt í gegnum árin.


Barnahópurinn með starfsfólki sem hefur unnið á Heiðarseli í þessi 21 ár.