SSS uppbyggingarsjóður
SSS uppbyggingarsjóður

Mannlíf

Ást & hatur – málþing til heiðurs Ingibjörgu Sigurðardóttur
Fimmtudagur 18. september 2025 kl. 16:09

Ást & hatur – málþing til heiðurs Ingibjörgu Sigurðardóttur

Sunnudaginn 21. september næstkomandi verður haldið málþing til heiðurs Ingibjörgu Sigurðardóttur rithöfundar í Samkomuhúsinu í Sandgerði. Málþingið ber yfirskriftina Ást & hatur og stendur frá kl. 14 til 16.

Dagskrá málþingsins er fjölbreytt og varpar ljósi á verk Ingibjargar með ólíkum hætti.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25
  • Málþingið verður sett af Margréti I. Ásgeirsdóttur, forstöðukonu safna í Suðurnesjabæ.

  • Vilborg Rós Eckard bókmenntafræðingur fjallar um Ingibjörgu og verk hennar.

  • Bylgja Baldursdóttir skólastjóri Sandgerðisskóla flytur formannavísur.

  • Sigurbjörg Hjálmarsdóttir söngkona frumflytur tvö lög við ljóð Ingibjargar með Hauki Arnórssyni píanóleikara.

  • Leikfélag Keflavíkur flytur leiklestur úr bókum Ingibjargar.

  • Katrín Pétursdóttir flytur ljóðalestur.

Í kaffihléi verður boðið upp á kaffi og kökur frá Kvenfélaginu Gefn, en ágóðinn rennur til góðra málefna.

Sýning á bókarkápum

Samhliða málþinginu verður sýning á 30 bókarkápum sem gefur gestum innsýn í útgáfusögu Ingibjargar.

Opið öllum

Aðstandendur hvetja bæjarbúa og aðra áhugasama til að mæta. Aðgangur er ókeypis og öll eru velkomin í Samkomuhúsið í Sandgerði sunnudaginn 21. september.