HS Veitur
HS Veitur

Mannlíf

Ásdísar hnetusmjörs og súkkulaðibitakökur
Þriðjudagur 21. desember 2021 kl. 11:13

Ásdísar hnetusmjörs og súkkulaðibitakökur

„Einn skemmtilegasti tími ársins er gengin í garð og smákökubakstur framundan á heimilinu. Ég baka alltaf eitthvað fyrir jólin fyrir heimilisfólkið og geri líka hollari sætindi fyrir mig til að eiga þegar mig langar í eitthvað sætt. Síðustu ár hef ég tamið mér að nota hollari sætuefni og hráefni í baksturinn sem fara betur með blóðsykurinn og kroppinn. Það heldur mér í betra jafnvægi og kemur í veg fyrir að ég missi mig í sætindum yfir jólin og leyfi mér því að njóta þess að fá mér hollari mola með kaffinu af einhverju heimagerðu góðgæti,“ segir Ásdís grasalæknir.

„Ég ætla deila með ykkur smáköku uppskrift sem er í miklu uppáhaldi hjá mér. Þessi uppskrift vekur upp góðar minningar því það var alltaf hefð hjá stórfjölskyldunni að hittast öll saman fyrir jólin og baka saman hnetusmjörs smákökur hjá ömmu og afa í Ragnarsbakaríi. Ég setti gömlu góðu uppskriftina hennar ömmu Ásdísar í hollustubúning og þessar hnetusmjörs- og súkkulaðibitakökur eru einfaldar og fljótlegar ásamt því að vera mjög ljúffengar.“

1 bolli fínt hnetusmjör

1/3 bolli hunang (má vera ¼ bolli)

1 tsk matarsódi

½ bolli súkkulaðidropar

1 egg

Hitið ofninn í 175°C. Hrærið saman í skál öllu nema súkkulaðidropunum, þar til myndast þykkt deig.

Hrærið því næst út í súkkulaðidropum með sleif (bætið við 1 msk af súkkulaðidropum til að setja ofan á kökurnar). Það má líka nota saxað súkkulaði að eigin vali eða sleppa því að setja súkkulaði út í deigið og setja eingöngu súkkulaði ofan á.

Setjið ½-1 msk af deiginu á bökunarpappír á ofnplötu.

Bakið í 10-12 mín (eða ögn lengur ef þið viljið hafa þær aðeins stökkari) þar til smákökurnar eru farnar að taka smá lit, takið þær úr ofninum og látið kólna í 10 mín. Þær stífna aðeins við það að fá að standa.

Í stað hunangs má nota ½ bolla af hrásykri eða kókóspálmasykri. Nota má Maple sirop frá GoodGood ef þið viljið hafa smákökurnar sykurlausar.

Hvítir súkkulaðidropar frá Änglemark eru líka góðir fyrir þá sem vilja.

Það má einnig nota 1 hörfræjaegg (gúggla flax seed egg) ef fólk kýs að sleppa eggjum.

Ásdís grasalæknir.