bygg 1170
bygg 1170

Mannlíf

Andstæðingar sneru bökum saman
Formenn deildanna, Ingvi Þór Hákonar og Kristín Örlygsdóttir leiddu gróðursetninguna.
Mánudagur 4. nóvember 2019 kl. 09:42

Andstæðingar sneru bökum saman

Körfuknattleiksdeildir Keflavíkur og Njarðvíkur sneru bökum saman síðasta laugardag og lögðu sitt af mörkum í að kolefnisjafna. Um var að ræða fjáröflunarverkefni á vegum Kadeco í samvinnu við Skógrækt ríkisins en gróðursetning er ein leið til að draga úr magni koltvísýrings í andrúmsloftinu.

Vaskur hópur var saman komin á Ásbrú, nánar tiltekið við vatnstankinn sem blasir við fyrir ofan Grænás og gróðursetti ríflega 500 plöntur og tré.

„Virkilega skemmtilegt verkefni sem gaman var að taka þátt í með nágrönnum okkar úr Njarðvík. Að lokinni gróðursetningu buðu snillingarnir í SB málun svo öllum hópnum í pizzuveislu á Langbest,“ segir á heimasíðu körfunnar í Keflavík.