Max Norhern Light
Max Norhern Light

Mannlíf

Afahlutverkið stendur upp úr á nýliðnu ári
Marta Eiríksdóttir
Marta Eiríksdóttir skrifar
laugardaginn 4. janúar 2020 kl. 18:27

Afahlutverkið stendur upp úr á nýliðnu ári

Þorsteinn Gunnarsson svaraði nokkrum spurningum frá Víkurfréttum um áramótin.

Hvað stendur upp úr í einkalífi þínu á árinu?
Að takast á við alveg nýtt hlutverk sem er vandasamt, ábyrgðarmikið, skemmtilegt, gefandi og tilfinningaríkt þar sem hamingjan margfaldast. Ég er sem sagt að tala um afahlutverkið! Að kynnast nýjum einstaklingi, tengjast og sjá afastrákinn þroskast og dafna og ekki síður foreldrana blómstra í hlutverkum sínum.

Fagnaðir þú ákveðnum áfanga eða byrjaðir þú á einhverju nýju 2019?
Já, ég var kjörinn í stjórn KSÍ í febrúar en knattspyrna er ástríða mín. Afskaplega skemmtilegt og gefandi áhugamál og gaman að komast á völlinn og hitta fólk í hreyfingunni.

Hver fannst þér stóra fréttin á landsvísu?
Samherjamálið slær öllu öðru við.

Hver fannst þér stóra fréttin í nærumhverfi þínu?
Að Grindavík, ÍBV og Ipswich Town féllu öll og Mývetningur varð bikarmeistari (utandeildarliða á Norðurlandi).

Hvað borðaðir þú um áramótin?
Við erum ansi sveigjanleg með gamlársdag og höfum bara það sem okkur dettur í hug hverju sinni. Við vorum með léttreyktan lambahrygg í fyrra sem mæltist vel fyrir.

Eru einhverjar áramóta-/nýárshefðir hjá þér?
Já, yfirleitt hefur stórfjölskyldan í Grindavík verið saman á gamlárskvöld, þá er líf og fjör. Stundum hafa verið gerð áramótamyndbönd þar sem yngri kynslóðin fer á kostum. Fyrsta myndbandið var gert árið 2000 og hét Maðurinn sem stal árþúsundinu!

Strengir þú áramótaheit?
Að verða víðsýnni og ærlegri en árið áður!