Mannlíf

Ætlar með góða skapið til Eyja
Bryndís Björk Sveinbjörnsdóttir
Thelma Hrund Hermannsdóttir
Thelma Hrund Hermannsdóttir skrifar
miðvikudaginn 27. júlí 2022 kl. 11:00

Ætlar með góða skapið til Eyja

Víkurfréttir fóru á stúfana og spurðu fólk af Suðurnesjum hvað það ætlar að gera um verslunarmannahelgina. Bryndís Björk Sveinbjörnsdóttir ætlar á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum og segir mikilvægt að hafa góða skapið með í för.
Hvað ætlar þú að gera um verslunarmannahelgina?

Ég ætla að henda mér á Þjóðhátíð í Eyjum með vinkonum mínum.



Hvað finnst þér mikilvægast að taka með þér inn í helgina?

Mér finnst mikilvægast að taka góða skapið með og hlý föt.



Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024
Hver er besta minningin þín frá verslunarmannahelgi?

Besta minningin er líklegast frá Þjóðhátíð 2019 áður en Covid kom. Það var svo struluð helgi, allir að njóta og geggjað veður!