Mannlíf

Æskuminningar frá Grindavík - bókakynning föstudag
Fisklöndun í Grindavíkurhöfn. Mynd: ÓRÞ.
Miðvikudagur 1. september 2021 kl. 09:22

Æskuminningar frá Grindavík - bókakynning föstudag

Með grjót í vösunum er heiti æskuminninga Sveins Torfa Þórólfssonar verkfræðings (1945-2016). Bókin verður kynnt á annarri hæð á veitingastaðnum Bryggjunni í Grindavík næstkomandi föstudag kl. 17. Þar segir ekkja höfundar frá tilurð bókinnar og lesnir verða valdir. Það er Bókaútgáfan Sæmundur á Selfossi sem gefur út.

Bókin geymir minningar um horfinn tíma og svipmyndir af eftirminnilegu fólki. Þetta er mikilsverð og bráðskemmtileg heimild um íslenskan veruleika um miðja síðustu öld.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Sveinn Torfi Þórólfsson (1945–2016) ólst upp á Skagaströnd til tíu ára aldurs en fluttist þá til Grindavíkur með fjölskyldu sinni. 

Hann vann í fiski, fór í sveit og stundaði sjómennsku frá barnsaldri. Sveinn braust af eigin rammleik til mennta. Hann var fyrst á Laugarvatni en síðan í háskólum á Íslandi og í Noregi þar sem hann settist að og starfaði sem verkfræðingur og prófessor.

Hér segir Sveinn Torfi frá ljúfum æskuárunum þar sem hugmyndaflugið fékk að njóta sín í fjölbreyttum leikjum og síðan ljúfri dvöl í sveit á Höskuldsstöðum — en einnig harðneskjulegum unglingsárum.

Árni Valur, bróðir Sveins Torfa, beitir línu. Mynd: ÓRÞ.