Public deli
Public deli

Mannlíf

Æsa fagnar afmæli með veglegum styrkjum
Sunnudagur 21. maí 2023 kl. 06:11

Æsa fagnar afmæli með veglegum styrkjum

Félagar í Lionsklúbbnum Æsu í Njarðvík fögnuðu 26 ára afmæli klúbbsins, þann 26. apríl sl. Lionsklúbburinn Æsa er kvennaklúbbur með 34 félögum á öllum aldri.  Það er öflugt starf í klúbbnum, sem styrkir mannúðar- og menningarmál af ýmsum toga, aðallega hér í heimabyggð.  Mikil áhersla er lögð á félagsstarfið, margvísleg fræðsla og kynningar skipa þar stóran sess og félagar eiga góðar stundir saman.  Aðal fjáröflun klúbbsins er Blómamarkaður, sem haldinn er við Ytri Njarðvíkurkirkju um mánaðarmótin maí–júní ár hvert.

Í tilefni af afmælinu afhenti Lionsklúbburinn Æsa styrki sem samþykktir höfðu verið það sem af er þessu starfsári. Fulltrúar frá eftirtöldum aðilum veittu gjafabréfum viðtöku: Kirkjuvogskirkja í Höfnum – hjartastuðtæki af gerðinni LifePak Cr2. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja – Arjo Sara Stedy flutningshjálpartæki. Fjölsmiðjan á Suðurnesjum – styrkur til kaupa á sýnileikafatnaði handa starfsfólki. Íþróttafélagið Nes - styrkur. Velferðarsjóður Suðurnesja – styrkur.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Einnig hefur Lionsklúbburinn Æsa styrkt fjölskyldur og einstaklinga í bæjarfélaginu, nemendur í grunnskólum í Njarðvík, Ytri Njarðvíkurkirkju, Alþjóðahjálparsjóð Lions – LCIF og Heiðurssjóð Guðrúnar Bjartar – íslenska hjálparsjóð Lions.

Verðmæti styrkja frá Lionsklúbbnum Æsu á starfsárinu nema alls rúmlega 2.500.000.- kr.